Þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoni slegið Linda Blöndal skrifar 23. ágúst 2014 14:02 Vísir/Andri Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira