Þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoni slegið Linda Blöndal skrifar 23. ágúst 2014 14:02 Vísir/Andri Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fór fram í morgun. Bæði þátttökumet og met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins voru slegin og búist er við að tala hlaupara verði nálægt sextán þúsund þegar allt er talið. Mikill fjöldi hljóp í Lækjargötunni í góðu veðri í morgun og fjöldi manns fylgdist með. Fjögur þúsund og fimmhundruð hlaupa til góðs fyrir hundrað sextíu og sjö mismunandi málefni. Enn var verið að telja fjölda þátttakenda stuttu fyrir hádegi í morgun, samkvæmt Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Maraþonsins. Rúmlega 15300 voru skráðir klukkan hálf ellefu í morgun og gamla metið heldur betur slegið en í fyrra tóku 14272 þátt. Rúmlega 77 milljónir hafa safnast í áheitasöfnuninni í ár, sem er met ,miðað við 72 milljónir í fyrra. Anna Lilja segir sífellt fleiri reima á sig strigaskóna á þessum degi. Og í Lækjargötu í morgun var allt eins og best var á kosið, samkvæmt hlaupastjóra Maraþonsins, Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur „Stemmningin hér í Lækjargötu er alveg frábær. Það er yndislegt veður og fólk streymir hér í mark. Það er svo mikill mannfjöldi að maður hefur varla séð annað eins. Um 6600 manns eru að koma í mark í 10 km hlaupi. Allir vilja fá að drekka og fá verðlaunapening um hálsinn, og helst kyssa alla sem eru utan girðingar og eru komnir að fagna með þeim. Á sama tíma kemur í mark fólk úr hálf maraþoni og heilu maraþoni. Það er allt að gerast hérna, það er yndislegur dagur,“ segir Svava. Fylgjast á með áheitastöfnuninni á vefsíðunni hlaupastyrkur.is og er söfnunin opin fram á miðnætti á mánudag, þar má lesa margar sögur tengdar áheitunum en yfir 25 þúsund einstök áheit hafa borist í gegnum síðuna. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Reykjavíkurmaraþoninu 2014.Vísir/AndriVísir/AndriVísir/AndriVísir/Andri
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum