Innlent

Söfnuðu fyrir hjartahnoðtæki í minningu Valtýs Guðmundssonar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Afhending gjafanna fór fram í gær á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Afhending gjafanna fór fram í gær á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Aðstandendur Valtýs Guðmundssonar, sem lést í bílslysi í desember 2006, stóðu fyrir söfnun á hjartahnoðtæki fyrir sjúkrabíl Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í sumar. Afhending á tækinu fór fram í gær en frá þessu var greint í Skessuhorni.

Valtýr lést aðeins 22 ára gamall en hefði orðið þrítugur í júlí og því var stofnaður sjóður í hans nafni. Alls söfnuðust þrjár milljónir og því gátu aðstandendur að auki keypt iPad í slökkviliðsbílinn, brunndælu fyrir Slökkvilið Stykkishólms, búnað fyrir vinnustofu fatlaðra í Stykkishólmi og styrkt félagsmiðstöð bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×