Innlent

Íbúafundur á Höfn í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn verður á Hótel Höfn og hefst klukkan 20:00.
Fundurinn verður á Hótel Höfn og hefst klukkan 20:00. Mynd/Haraldur Sigurðsson
Íbúafundur verður haldinn í kvöld á Höfn í Hornafirði, en efni fundarins tengist eldsumbrotunum í Holuhrauni og áhrifum þeirra.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra muni fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra flytja framsögu og svara fyrirspurnum fundargesta. „Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.“

Fundurinn verður á Hótel Höfn og hefst klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×