Innlent

Hvað kostar að bjarga íslenskunni?

Er íslenskan í útrýmingarhættu í hinum stafræna heimi? Í þeirri nálægu framtíð þegar við förum að tala við tækin okkar - og þau við okkur?  Það telur hópur um 200 evrópskra sérfræðinga sem hafa rýnt í 30 Evrópumál og segja: Íslenska er í næstmestri útrýmingarhættu, á eftir maltnesku.

Lóa Pind lagði í leiðangur í 5. þætti Bresta  til að leita svara við því hvort íslenskan sé í útrýmingarhættu. Og hvort við séum að gera eitthvað til að bjarga henni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2, mánudagskvöldið 17. nóvember kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×