ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 19:12 Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira