Aldrei fleiri í brekkunni á þjóðhátíð kjartan hreinn njálsson skrifar 4. ágúst 2014 12:59 Aldrei hafa verið fleiri í brekkunni á þjóðhátíð. vísir/óskar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hápunkti í gærkvöldi þegar um sextán þúsund manns tóku í þátt í hinum árlega Brekkusöng. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, er mjög sáttur við hvernig hátíðin fór fram. Birgir þakkar góðu skipulagi árangurinn, hagstæðu veðri framan af og þeim einstöku náttúrulegu aðstæðum sem finna má í Herjólfsdal. Birgir segir margt sem fólk sækir í á þjóðhátíð. „Þjóðhátíðin er heillandi, við erum með þrjá hápunkta, brennan á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum og brekkusöngurinn á sunnudeginum, umgjörðin er góð hjá okkur og við erum með góða gæslu í kringum þetta.“ Að sögn lögreglu var nóttin erilsöm en engin alvarleg mál komu upp. Tveir gistu fangageymslu, annars vegna ölvunar og hinn fékk gistingu að eigin ósk. Tíu fíkniefnamál komu upp í nótt og voru þau þá yfir fimmtíu talsins í Vestmanneyjum um helgina. Allt voru þetta neysluskammtar af kannabisi, kókaíni, amfetamíni og e-töflum. Það er mat lögreglunnar í Vestmannaeyjum að Þjóðhátíðin hafi farið að mestu vel fram þetta árið, þá sérstaklega miðað við þann gífurlega fjölda sem var á hátíðinni. „Þetta var svo mikill fjöldi að það skeður margt á svona stórri hátíð en heilt held ég að þetta hafi verið farið vel fram. Það voru engin meiriháttar vandamál. Við fengum mjög gott veður fyrir utan smá gusu í gærkvöldi og nótt“ segir Birgir.Veður setti þó strik í reikninginn og margir misstu tjöldin sín í hvassviðrinu. Ákveðið var að opna sali íþróttahússins í Vestmanneyjum á ellefta tímanum í gær en þá var farið að hvessa í Vestmanneyjum. Nokkur hundruð manns leituðu skjóls í íþróttahúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var þó engin úrkoma með þessum vindi fólk þá ekki í neinni vosbúð. Tjöld fuku þó í Herjólfsdal og á öðrum tjaldstæðum í bænum. Þegar eru gestir farnir að streyma frá Eyjum. Vindur hefur ekki haft áhrif á samgöngur. Herjólfur fer tíu ferðir frá því klukkan tvö í nótt og framyfir miðnætti í dag. Farþegabáturinn Víkingur siglir nokkrar ferðir til Landeyjarhafnar. Þá er loftbrú með flugi frá Eyjum á Bakkaflugvöll og til Reykjavíkur. Ljóst er að einhverjir munu ekki komast heim fyrr en á morgun. Lögreglan hvetur fólk til að fara ekki of snemma af stað eftir skemmtun helgarinnar og sýna þolinmæði í umferðinni.Mynd/Óskar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hápunkti í gærkvöldi þegar um sextán þúsund manns tóku í þátt í hinum árlega Brekkusöng. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, er mjög sáttur við hvernig hátíðin fór fram. Birgir þakkar góðu skipulagi árangurinn, hagstæðu veðri framan af og þeim einstöku náttúrulegu aðstæðum sem finna má í Herjólfsdal. Birgir segir margt sem fólk sækir í á þjóðhátíð. „Þjóðhátíðin er heillandi, við erum með þrjá hápunkta, brennan á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum og brekkusöngurinn á sunnudeginum, umgjörðin er góð hjá okkur og við erum með góða gæslu í kringum þetta.“ Að sögn lögreglu var nóttin erilsöm en engin alvarleg mál komu upp. Tveir gistu fangageymslu, annars vegna ölvunar og hinn fékk gistingu að eigin ósk. Tíu fíkniefnamál komu upp í nótt og voru þau þá yfir fimmtíu talsins í Vestmanneyjum um helgina. Allt voru þetta neysluskammtar af kannabisi, kókaíni, amfetamíni og e-töflum. Það er mat lögreglunnar í Vestmannaeyjum að Þjóðhátíðin hafi farið að mestu vel fram þetta árið, þá sérstaklega miðað við þann gífurlega fjölda sem var á hátíðinni. „Þetta var svo mikill fjöldi að það skeður margt á svona stórri hátíð en heilt held ég að þetta hafi verið farið vel fram. Það voru engin meiriháttar vandamál. Við fengum mjög gott veður fyrir utan smá gusu í gærkvöldi og nótt“ segir Birgir.Veður setti þó strik í reikninginn og margir misstu tjöldin sín í hvassviðrinu. Ákveðið var að opna sali íþróttahússins í Vestmanneyjum á ellefta tímanum í gær en þá var farið að hvessa í Vestmanneyjum. Nokkur hundruð manns leituðu skjóls í íþróttahúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var þó engin úrkoma með þessum vindi fólk þá ekki í neinni vosbúð. Tjöld fuku þó í Herjólfsdal og á öðrum tjaldstæðum í bænum. Þegar eru gestir farnir að streyma frá Eyjum. Vindur hefur ekki haft áhrif á samgöngur. Herjólfur fer tíu ferðir frá því klukkan tvö í nótt og framyfir miðnætti í dag. Farþegabáturinn Víkingur siglir nokkrar ferðir til Landeyjarhafnar. Þá er loftbrú með flugi frá Eyjum á Bakkaflugvöll og til Reykjavíkur. Ljóst er að einhverjir munu ekki komast heim fyrr en á morgun. Lögreglan hvetur fólk til að fara ekki of snemma af stað eftir skemmtun helgarinnar og sýna þolinmæði í umferðinni.Mynd/Óskar
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira