Gullplatan kom skemmtilega á óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2014 09:00 Hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni sinni og fékk því afhenta gullplötu á dögunum. vísir/arnþór „Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“