Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2014 20:15 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum. Fréttir af flugi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum.
Fréttir af flugi Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira