Gísli Pálsson fékk heiðursverðlaun Ásu Guðmundsdóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2014 22:01 Verðlaunin hlaut Gísli Pálsson mannfræðingur, Prófessor við Háskóla Íslands að viðstöddum Forseta Íslands, Stjórn Vísindafélags Íslendinga, Þjóðminjaverði og stjórnar Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright mynd/aðsend Stjórn Ásusjóðs veitti í dag, 30. desember, heiðursverðlaun fyrir árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Í ár eru verðlaunin veitt Gísla Pálssyni mannfræðingi. Verðlaunin voru veitt að viðstöddum forseta Íslands, stjórn Vísindafélags Íslendinga, Þjóðminjaverði og fulltrúum fræðasamfélagsins. Stofnandi sjóðsins var frú Ása Guðmundsdóttir Wright. 46 ár eru liðin frá því að hún gaf Vísindafélagi Íslendinga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins hinn 1. desember 1968. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright er skipaður þremur stjórnarmönnum. Eru nú í stjórn sjóðsins þeir; Prófessor Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi rektor HÍ; Prófessor Þráinn Eggertsson og Sigrún Ása Sturludóttir, M.Sc. sem er stjórnarformaður. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga, nafn þiggjanda og ártal er grafið í jaðarinn og fylgir í ár þriggja milljón króna peningagjöf frá hollvinum. Gísli Pálsson fjallaði um mannfræði sjávarútvegs í doktorsritgerð sinni. Hefur hann rætt um félagsleg áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann hefur átt þátt í að efla umræðuna um kvótakerfi í sjávarútvegi og hefur í framhaldi af því verið beðinn um að setjast í nefnd á vegum löggjafarþings og vísindaráðs Bandaríkjanna. Auk þess að fjalla um rannsóknir á sjómönnum og sjávarútvegi hefur hann fjallað um íslenskar fornbókmenntir og skoðað dagbækur Vilhjáms Stefánssonar með augum mannfræðinnar. Gísli hefur fjallað um mörk náttúru og samfélags og áhrifa hvors á annað og birt niðurstöður sínar á alþjóða vettvangi. Siðfræði læknisfræðinnar þegar safna skal og varðveita lífsýni, erfðaupplýsingar og líffæri hefur verið viðfangsefni hans. Hann hefur skrifað all nokkrar bækur. Gísli Pálsson er fæddur 22. desember árið 1949 í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands. Þaðan hélt hann til Englands til frekara náms. Gísli lauk MA (masters) prófi í mannfærði árið 1974 og doktorsprófi árið 1982 frá University of Manchester. Hann varð lektor við Háskóla Íslands það sama ár og síðar varð hann dósent. Gísli var skipaður prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Gísli er kvæntur Guðnýju Guðbjörnsdóttur prófessor og eiga þau tvö börn. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stjórn Ásusjóðs veitti í dag, 30. desember, heiðursverðlaun fyrir árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Í ár eru verðlaunin veitt Gísla Pálssyni mannfræðingi. Verðlaunin voru veitt að viðstöddum forseta Íslands, stjórn Vísindafélags Íslendinga, Þjóðminjaverði og fulltrúum fræðasamfélagsins. Stofnandi sjóðsins var frú Ása Guðmundsdóttir Wright. 46 ár eru liðin frá því að hún gaf Vísindafélagi Íslendinga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins hinn 1. desember 1968. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright er skipaður þremur stjórnarmönnum. Eru nú í stjórn sjóðsins þeir; Prófessor Sveinbjörn Björnsson fyrrverandi rektor HÍ; Prófessor Þráinn Eggertsson og Sigrún Ása Sturludóttir, M.Sc. sem er stjórnarformaður. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga, nafn þiggjanda og ártal er grafið í jaðarinn og fylgir í ár þriggja milljón króna peningagjöf frá hollvinum. Gísli Pálsson fjallaði um mannfræði sjávarútvegs í doktorsritgerð sinni. Hefur hann rætt um félagsleg áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann hefur átt þátt í að efla umræðuna um kvótakerfi í sjávarútvegi og hefur í framhaldi af því verið beðinn um að setjast í nefnd á vegum löggjafarþings og vísindaráðs Bandaríkjanna. Auk þess að fjalla um rannsóknir á sjómönnum og sjávarútvegi hefur hann fjallað um íslenskar fornbókmenntir og skoðað dagbækur Vilhjáms Stefánssonar með augum mannfræðinnar. Gísli hefur fjallað um mörk náttúru og samfélags og áhrifa hvors á annað og birt niðurstöður sínar á alþjóða vettvangi. Siðfræði læknisfræðinnar þegar safna skal og varðveita lífsýni, erfðaupplýsingar og líffæri hefur verið viðfangsefni hans. Hann hefur skrifað all nokkrar bækur. Gísli Pálsson er fæddur 22. desember árið 1949 í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og BA námi í mannfræði frá Háskóla Íslands. Þaðan hélt hann til Englands til frekara náms. Gísli lauk MA (masters) prófi í mannfærði árið 1974 og doktorsprófi árið 1982 frá University of Manchester. Hann varð lektor við Háskóla Íslands það sama ár og síðar varð hann dósent. Gísli var skipaður prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands árið 1992. Gísli er kvæntur Guðnýju Guðbjörnsdóttur prófessor og eiga þau tvö börn.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira