Jóhann Páll forviða vegna velgengni Ófeigs Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2014 13:06 Gamli refurinn Jóhann Páll man ekki eftir öðru eins, en handagangur er í öskjunni hjá Odda sem nú prentar 5. prentun bókar Ófeigs Sigurðssonar. Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin. Jólafréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin.
Jólafréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira