Strandlengjan farin og fornminjar með Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2014 07:00 Myndirnar sýna hvernig gengið var frá eftir að vinnu lauk 2013 og hvernig hóllinn leit út eftir illviðrið. Allur neðri hluti hólsins upp í um meters hæð hefur brotnað af vegna ágangs sjávar, þ.á.m. sandpokar sem settir höfðu verið til varnar. Annað rof hefur einnig aukist. Mynd/ÞórMagnússon „Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt. Fornminjar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
„Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt.
Fornminjar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira