Stendur fyrir maraþonsýningu á Hringadróttinssögu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. desember 2014 13:35 Aðeins fimmtán af fjörutíu sóttu miðana sína. Hin fjórtán ára Ólöf Lena Inaba Árnadóttir átti sér þann draum að sjá Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings, kvikmyndaþríleikinn í bíó en hún var of ung til að sjá myndirnar þegar þær komu út í upphafi síðasta áratugar. Hún tók sig því til og skipulagði maraþonsýningu á öllum þremur myndunum í Bíó Paradís í dag. Fjörtuíu miðar voru í boði og voru þeir allir fráteknir en aðeins fimmtán sóttu miðana sína. „Þetta var bara draumur hjá henni að sjá þessar myndir í bíó,“ segir Anna Arnardóttir, móðir Lenu, aðspurð um hvað kom til að maraþonsýningin var skipulögð. „Við foreldrarnir að segja frá því þegar við höfðum farið á svona maraþon sýningu þegar þetta var sýnt á sínum tíma. Hún var svo svekkt að hafa misst af því að hún ákvað að reyna að fá svona sýningu í gang.“ Anna segir að vel hafi verið tekið í hugmyndina og að allir fjörtuíu miðarnir sem í boði voru hafi strax verið pantaðir. Í morgun, þegar fyrsta myndin átti að fara í gang, var hinsvegar aðeins búið að sækja fimmtán miða í miðasölu Bíó Paradísar. Anna segir að Lena hafi ekki ætlað að hagnast á miðasölunni heldur aðeins ná fyrir kostnaði og því áfall að svo fáir sótti miðana sem þeir áttu pantaða. Ef ekki næst að selja í sætin situr Lena uppi með tugþúsundakróna kostnað vegna sýningarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Bíó Paradís tekur salurinn 40 manns í sæti og er nú, þegar fyrsta myndin er að klárast, setið í um helmingi sætanna. Enn er því færi fyrir þá sem vilja sjá mynd númer tvö og þrjú – Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim – að mæta í Bíó Paradís. Miðaverð er 3.000 krónur. Áætlað er að sýning á mynd númer tvö hefjist fljótlega upp úr tvö. Ekki náðist í Lenu sjálfa en hún er stödd inni í bíósalnum að klára fyrstu myndina þegar þetta er skrifað. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Hin fjórtán ára Ólöf Lena Inaba Árnadóttir átti sér þann draum að sjá Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings, kvikmyndaþríleikinn í bíó en hún var of ung til að sjá myndirnar þegar þær komu út í upphafi síðasta áratugar. Hún tók sig því til og skipulagði maraþonsýningu á öllum þremur myndunum í Bíó Paradís í dag. Fjörtuíu miðar voru í boði og voru þeir allir fráteknir en aðeins fimmtán sóttu miðana sína. „Þetta var bara draumur hjá henni að sjá þessar myndir í bíó,“ segir Anna Arnardóttir, móðir Lenu, aðspurð um hvað kom til að maraþonsýningin var skipulögð. „Við foreldrarnir að segja frá því þegar við höfðum farið á svona maraþon sýningu þegar þetta var sýnt á sínum tíma. Hún var svo svekkt að hafa misst af því að hún ákvað að reyna að fá svona sýningu í gang.“ Anna segir að vel hafi verið tekið í hugmyndina og að allir fjörtuíu miðarnir sem í boði voru hafi strax verið pantaðir. Í morgun, þegar fyrsta myndin átti að fara í gang, var hinsvegar aðeins búið að sækja fimmtán miða í miðasölu Bíó Paradísar. Anna segir að Lena hafi ekki ætlað að hagnast á miðasölunni heldur aðeins ná fyrir kostnaði og því áfall að svo fáir sótti miðana sem þeir áttu pantaða. Ef ekki næst að selja í sætin situr Lena uppi með tugþúsundakróna kostnað vegna sýningarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Bíó Paradís tekur salurinn 40 manns í sæti og er nú, þegar fyrsta myndin er að klárast, setið í um helmingi sætanna. Enn er því færi fyrir þá sem vilja sjá mynd númer tvö og þrjú – Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim – að mæta í Bíó Paradís. Miðaverð er 3.000 krónur. Áætlað er að sýning á mynd númer tvö hefjist fljótlega upp úr tvö. Ekki náðist í Lenu sjálfa en hún er stödd inni í bíósalnum að klára fyrstu myndina þegar þetta er skrifað.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira