Hægt að halda í lækna á förum með samningi fyrir áramót Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. desember 2014 20:33 Íslenska þjóðin er í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í læknadeilunni. Þetta segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að hægt sé að halda í lækna sem sagt hafa upp vegna læknadeilunnar náist samningar fyrir áramót. Ekki kemur til greina að draga úr þunga yfirvofandi verkfallsaðgerða. Næsti samningafundur ríkis og lækna hjá Ríkissáttasemjara verður klukkan tvö á morgun. Ekkert var fundað yfir hátíðarnar og staðan óbreytt frá síðasta fundi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir lækna eftir viku, 5. janúar. Eins og fréttastofa hefur greint frá munu hertar aðgerðir lækna hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna í landinu, þá sérstaklega skurðstofur Landspítalans þar sem aðeins verður hægt að framkvæma aðgerðir einu sinni í viku. Biðlistar lengdust umtalsvert í síðustu verkfallslotu og staðan því ekki góð fyrir verkfall í janúar. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sem fyrr sé allt kapp lagt á að leysa málið svo ekki þurfi að koma til verkfalls. Annað áhyggjuefni eru uppsagnir lækna en tíu læknar hafa sagt upp störfum eftir að verkfallsaðgerðirnar hófust. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að hægt sé að halda í þessa lækna með því að ganga frá samkomulagi milli ríkis og lækna fyrir áramót og um leið koma í veg fyrir frekari landflótta lækna. „Ef að lengra líður þá fer þetta fólk að horfa í kringum sig og finna nýja vinnu,“ segir Arna. „Það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það. En af að við náum að stoppa þetta núna og ekki seinna en strax þá náum við kannski að fá þetta fólk til baka.“ „Ég er líka sannfærð um það að ef þessu verður ekki lokið í vikunni þá erum við komin á allt annan flöt. Þetta er það sem við óttumst, að einhverjir muni segja þetta gott.“ Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands flytja tæplega sjötíu læknar á brott á hverju ári. Samtals hafa þrjú hundruð og þrjátíu læknar flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma flytja þrjátíu læknar til landsins á ári . „Ef þetta gengur ekki upp hjá okkur núna, þá erum við svakalega vondum málum sem þjóð.“ Eins og áður segir er ljóst að hertar verkfallsaðgerðir munu hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustu, jafnvel verði erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. Arna segir það ekki koma til greina að draga úr krafti aðgerðanna meðan fundað er hjá Ríkissáttasemjara. „Og bíða eftir að allir segja upp?“ spyr Arna. „Það er það sem mun gerast. Ég get því miður ekki séð það sem lausn. Það er ekki einu sinni til umræðu.“ Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Íslenska þjóðin er í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í læknadeilunni. Þetta segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að hægt sé að halda í lækna sem sagt hafa upp vegna læknadeilunnar náist samningar fyrir áramót. Ekki kemur til greina að draga úr þunga yfirvofandi verkfallsaðgerða. Næsti samningafundur ríkis og lækna hjá Ríkissáttasemjara verður klukkan tvö á morgun. Ekkert var fundað yfir hátíðarnar og staðan óbreytt frá síðasta fundi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir lækna eftir viku, 5. janúar. Eins og fréttastofa hefur greint frá munu hertar aðgerðir lækna hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna í landinu, þá sérstaklega skurðstofur Landspítalans þar sem aðeins verður hægt að framkvæma aðgerðir einu sinni í viku. Biðlistar lengdust umtalsvert í síðustu verkfallslotu og staðan því ekki góð fyrir verkfall í janúar. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sem fyrr sé allt kapp lagt á að leysa málið svo ekki þurfi að koma til verkfalls. Annað áhyggjuefni eru uppsagnir lækna en tíu læknar hafa sagt upp störfum eftir að verkfallsaðgerðirnar hófust. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að hægt sé að halda í þessa lækna með því að ganga frá samkomulagi milli ríkis og lækna fyrir áramót og um leið koma í veg fyrir frekari landflótta lækna. „Ef að lengra líður þá fer þetta fólk að horfa í kringum sig og finna nýja vinnu,“ segir Arna. „Það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það. En af að við náum að stoppa þetta núna og ekki seinna en strax þá náum við kannski að fá þetta fólk til baka.“ „Ég er líka sannfærð um það að ef þessu verður ekki lokið í vikunni þá erum við komin á allt annan flöt. Þetta er það sem við óttumst, að einhverjir muni segja þetta gott.“ Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands flytja tæplega sjötíu læknar á brott á hverju ári. Samtals hafa þrjú hundruð og þrjátíu læknar flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma flytja þrjátíu læknar til landsins á ári . „Ef þetta gengur ekki upp hjá okkur núna, þá erum við svakalega vondum málum sem þjóð.“ Eins og áður segir er ljóst að hertar verkfallsaðgerðir munu hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustu, jafnvel verði erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. Arna segir það ekki koma til greina að draga úr krafti aðgerðanna meðan fundað er hjá Ríkissáttasemjara. „Og bíða eftir að allir segja upp?“ spyr Arna. „Það er það sem mun gerast. Ég get því miður ekki séð það sem lausn. Það er ekki einu sinni til umræðu.“
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira