Enski boltinn

WBA búið að reka Irvine

Irvine getur haft það huggulegt um áramótin.
Irvine getur haft það huggulegt um áramótin. vísir/getty
Stjórn WBA þótti taka mikla áhættu er félagið réð Alan Irvine sem stjóra síðasta sumar. Stjórnin hefur nú viðurkennt mistök sín og rekið Irvine.

WBA er búið að tapa sjö af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Það var meira en stjórnin gat sætt sig við enda liðið stigi frá fallsæti.

WBA er því á höttunum eftir fjórða stjóranum á rúmu ári. Talað er um að félagið vilji fá Tim Sherwood sem arftaka Irvine.

Sherwood kom til greina í starfið síðasta sumar en var þá ekki ráðinn. Tony Pulis er einnig orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×