Innlent

Bið skíðaunnenda senn á enda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stefnt á opnun um næstu helgi.
Stefnt á opnun um næstu helgi. vísir/vilhelm
Ekki liggur fyrir hvenær skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað. Afar hvasst hefur verið að undanförnu en vonir eru bundnar við að það verði hægt að opna um næstu helgi, 19.desember. Til þess þarf þó veðurspá að ganga eftir.

Þegar hringt er í upplýsingasíma svæðisins segir að gengið hafi á ýmsu undanfarna daga. Háspennustaurar hafi brotnað og því rafmagnslaust á svæðinu, vegna óveðursins. Þá segir jafnframt að stefnt verði á að opna skíðasvæðið Skálavelli um mánaðarmótin janúar-febrúar, hið síðasta.

Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli og veðurskilyrði góð. Því er stefnt á opnun næsta föstudag, eða 19.desember.

Þá eru skíðalyftur innan borgarmarka Reykjavíkur opnar í dag frá klukkan 16-20.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðanna, tók í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×