Björguðu lífi 98 af hundrað sjúklingum með alvarlega stunguáverka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2014 20:00 Læknum á Landspítalanum tókst að bjarga lífi 98 af eitt hundrað sjúklingum sem komu á spítalann á fimmtán ára tímabili með alvarlega stunguáverka. Þetta sýna frumniðurstöður nýrrar rannsóknar og hefur árangur íslenskra heilbrigðisstarfsmanna vakið athygli erlendis. Í einu af alvarlegustu tilfellunum þurfti að gefa sjúklingi 55 lítra af blóði. Við vörum við myndum í myndbandi með fréttinni. Undanfarið hafa þrjár rannsóknir verið í gangi á stunguáverkum á Landspítalanum. Í einni þeirra er verið að skoða alla alvarlega stunguáverka á Landspítalanum sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús á árunum 2000 til 2014. Frumniðurstöður þeirrar rannsóknar þykja áhugaverðar. Í þeim má sjá að læknar á Landspítalanum tóku á fimmtán ára tímabili á móti eitt hundrað sjúklingum með stunguáverka. Það sem vekur athygli er að læknum tókst að bjarga lífi nær allra. Rétt er að taka fram að allar ljósmyndir sem sjást í fréttinni eru birtar með leyfi sjúklinganna. „Það sem er ánægjulegast kannski í þessum frumniðurstöðum er að það eru einungis tveir sjúklingar af hundrað sem hafa látist. Okkur hefur sem sagt tekist að bjarga langflestum jafnvel þó um mjög alvarlega áverka sé að ræða. Þarna á meðal, af þeim sem við höfum bjargað, eru nokkrir með mjög alvarlega áverka þar á meðal tveir sem að hafa fengið svona gat á hjartað og við höfum opnað sem sagt niðri á bráðamóttöku. Okkur hefur tekist að bjarga þeim öllum,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og æðaskurðlæknir og prófessor við HÍ. Þessi árangur lækna á Landspítalanum er mjög athyglisverður og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. „ Sem er mjög ánægjulegt fyrir allt teymið hér. Ekki þá bara læknana heldur líka hjúkrunarfræðingana og aðra,“ segir Tómas. Tómas telur nokkra hluti geta skýrt þennan góða árangur starfsfólks á spítalanum. Í fyrsta lagi sé það neyðarbílinn er fljótur að koma fólki í hús. Númer tvö er góður aðgangur að blóði. „ Einn af þessum sjúklingum til dæmis sem við höfum skorið blæddi 55 lítra það var sem sagt búið að skipta tíu sinnum um allt blóð í honum. Blóðbankinn auðvitað tæmdist á nokkrum klukkutímum. Með facebook og svona kerfi, vinakerfi, þá var hægt að kalla inn fólk að kvöldi og um nóttina sem að gaf blóð,“ segir Tómas. Í þriðja og síðasta lagi segir Tómas það skipta máli að til staðar á spítalanum séu keðjur sem virki vel til að mynda svæfingalæknum, bráðalæknum, hjúkrunarfræðingum og gjörgæsluteymi. „ Þetta er það sem að hefur núna ítrekað sem sagt smollið saman og með þessu móti er hægt bjarga fólki sem er í mjög mikilli lífshættu,“ segir Tómas Guðbjartsson. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Læknum á Landspítalanum tókst að bjarga lífi 98 af eitt hundrað sjúklingum sem komu á spítalann á fimmtán ára tímabili með alvarlega stunguáverka. Þetta sýna frumniðurstöður nýrrar rannsóknar og hefur árangur íslenskra heilbrigðisstarfsmanna vakið athygli erlendis. Í einu af alvarlegustu tilfellunum þurfti að gefa sjúklingi 55 lítra af blóði. Við vörum við myndum í myndbandi með fréttinni. Undanfarið hafa þrjár rannsóknir verið í gangi á stunguáverkum á Landspítalanum. Í einni þeirra er verið að skoða alla alvarlega stunguáverka á Landspítalanum sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús á árunum 2000 til 2014. Frumniðurstöður þeirrar rannsóknar þykja áhugaverðar. Í þeim má sjá að læknar á Landspítalanum tóku á fimmtán ára tímabili á móti eitt hundrað sjúklingum með stunguáverka. Það sem vekur athygli er að læknum tókst að bjarga lífi nær allra. Rétt er að taka fram að allar ljósmyndir sem sjást í fréttinni eru birtar með leyfi sjúklinganna. „Það sem er ánægjulegast kannski í þessum frumniðurstöðum er að það eru einungis tveir sjúklingar af hundrað sem hafa látist. Okkur hefur sem sagt tekist að bjarga langflestum jafnvel þó um mjög alvarlega áverka sé að ræða. Þarna á meðal, af þeim sem við höfum bjargað, eru nokkrir með mjög alvarlega áverka þar á meðal tveir sem að hafa fengið svona gat á hjartað og við höfum opnað sem sagt niðri á bráðamóttöku. Okkur hefur tekist að bjarga þeim öllum,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og æðaskurðlæknir og prófessor við HÍ. Þessi árangur lækna á Landspítalanum er mjög athyglisverður og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. „ Sem er mjög ánægjulegt fyrir allt teymið hér. Ekki þá bara læknana heldur líka hjúkrunarfræðingana og aðra,“ segir Tómas. Tómas telur nokkra hluti geta skýrt þennan góða árangur starfsfólks á spítalanum. Í fyrsta lagi sé það neyðarbílinn er fljótur að koma fólki í hús. Númer tvö er góður aðgangur að blóði. „ Einn af þessum sjúklingum til dæmis sem við höfum skorið blæddi 55 lítra það var sem sagt búið að skipta tíu sinnum um allt blóð í honum. Blóðbankinn auðvitað tæmdist á nokkrum klukkutímum. Með facebook og svona kerfi, vinakerfi, þá var hægt að kalla inn fólk að kvöldi og um nóttina sem að gaf blóð,“ segir Tómas. Í þriðja og síðasta lagi segir Tómas það skipta máli að til staðar á spítalanum séu keðjur sem virki vel til að mynda svæfingalæknum, bráðalæknum, hjúkrunarfræðingum og gjörgæsluteymi. „ Þetta er það sem að hefur núna ítrekað sem sagt smollið saman og með þessu móti er hægt bjarga fólki sem er í mjög mikilli lífshættu,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira