Innlent

Lögreglan leitar að 84 ára gömlum manni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan biður þá sem hefur orðið vart við ferðir Trausta eða séð til bifreiðar hans að haft sé samband við lögreglu í síma 444-1000.
Lögreglan biður þá sem hefur orðið vart við ferðir Trausta eða séð til bifreiðar hans að haft sé samband við lögreglu í síma 444-1000.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Trausta Þórðarsyni. Hann er 84 ára gamall og búsettur í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hans um klukkan ellefu í morgun en þá var hann í Ármúla í Reykjavík.

Trausti er á bifreið með númerinu UX-F34 en það er rauður Nissan Qashqai. Lögregla óskar eftir að ef fólk hefur orðið vart við ferðir Trausta eða séð til bifreiðar hans að haft sé samband við lögreglu í síma 444-1000.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa gögn frá fjarskiptafyrirtækjum leitt í ljós að síðast hafi farsími hans verið notaður í grennd við Rauðavatn. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og eru þær að leita á því svæði.



Uppfært 18:23.


Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að síðast sé vitað að sími hans kom inn á sendi við Krókavað í Reykjavík um hádegi í dag og hafi leit því beinst inn á það svæði og til austurs núna, ásamt öðrum stöðum. 

Uppfært 20:30.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar hefur leitin enn ekki borið árangur. Um 170 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært 21:50.

Trausti er enn ekki fundinn. Ríflega tvö hundruð björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni og hafa björgunarsveitarmenn frá Suður- og Vesturlandi bæst í hópinn til að aðstoða við leitina.

Uppfært 23:00.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn sé fundinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×