Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. desember 2014 19:35 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. Þeir hafa viðurkennt að sumir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við lögin og samið um að greiða sekt uppá rúmar 1.600 milljónir. Kortaþjónustan sem kærði málið hefur staðið í stappi við bankana og Borgun og Valitor frá árinu 2002 og höfðað tvö skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Deilurnar ná því langt aftur þótt málið sem nú hefur verið til lykta leitt hafi komið inn á borð hjá samkeppnisyfirvöldum fyrir fimm árum. Jóhannes Ingi Kolbeinsson segir fyrirtækið hafa tekið kollsteypur vegna fjárhagstjóns sem samkeppnisbrotin hafi valdið. Hann segir að bankarnir ráði vel við þessar sektir og stjórnendurnir séu áfram stikkfrí. „Þeir segja nú einhverjir að þeir hafi ekki haft neina vitneskju eða vonda trú í þessu máli. Það sýnir annað hvort, að þeir viti ekki rassgat um hvað er að gerast í þeirra fyrirtækjum, eða þá að þeir eru hreinlega að ljúga.“ Fyrirtækin greiða sekt og samþykkja að gera breytingar sem fela meðal annars í sér að hámark verður á svokallað milligjald sem er þóknun sem verslanir greiða fyrir færslur með kortum. Þá mega keppinautar á viðskiptabankamarkaði ekki lengur eiga saman greiðslukortafyrirtæki. Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að þessi sátt lækki væntanlega vöruverð í landinu. Kaupmenn greiði þó áfram svokölluð milligjöld, frá 1 og upp í 2,7 prósent en ekki kortafyrirtækin og sá sem borgi með seðlum fái engan afslátt þrátt fyrir þetta. Samningur greiðslukortafyrirtækjanna um að ekki megi hækka verðið vegna kortanna verði að líkindum áfram við lýði en nú sé komið þak á gjöldin. Pétur segir þó að þess sé ekki langt að bíða að fólk geti farið að nota gsm síma sína í þessu skyni og veita kortafyrirtækjunum þannig verulega samkeppni. Kortaþjónustan sem hefur höfðað tvö skaðabótamál gegn fyrirtækjunum gagnrýnir hversu langan tíma málið hefur tekið í meðförum samkeppnisyfirvalda. Pétur Blöndal segir að slíkar tafir sjáist því miður mjög víða. Dómskerfið, andmælarétturinn og samkeppniseftirlit geti dregið mál á langinn. Nú sé hinsvegar komin niðurstaða og fyrirtækið þurfi að greiða safaríkar sektir og breyta starfsháttum sínum, meðal annars megi þau ekki eiga kortafyrirtækin saman.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira