Krefst aðgerða strax í málefnum útigangsfólks Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2014 21:37 „Hann sat þarna og skalf úr kulda, nánast grét og var að betla peninga og við þurftum að vísa honum þaðan í burtu en gátum ekki boðið honum neitt,“ segir lögreglukonan Margrét Þóra Birnir sem benti á í Facebook-færslu að útifólk eigi ekki í nein hús að venda í nokkrar klukkustundir um helgar. „Við gátum ekki boðið honum inn í hlýju eða ekið honum á nokkurn stað því það er allt lokað á vissum tímum.“ Hún segir að í þessum hópi séu menn í of slæmu ásigkomulagi til að geta nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Margrét Þóra vill að að úr þessu verði bætt án tafar. Margrét Þóra var í viðtali í Íslandi í dag fyrr í kvöld þar sem hún sagði meðal annars frá verkefni sem hún sinnti á laugardaginn um að vísa manni frá Kolaportinu sem var þar að betla. „Við fáum reglulega slík verkefni og oft náum við að leysa þau vel. Aka þeim þangað sem hægt er að bjóða þeim gistingu og annað slíkt. En þarna á laugardegi klukkan hálf fjögur eru engin úrræði í boði.“ Margrét Þóra segir að í þessu tilfelli hafi lögregla boðið manninum kaffi inni í Kolaporti og þau sammælst um að lögregla myndi reyna að sækja hann klukkan fimm þegar gistiskýlið opnaði aftur. Hún segir að verkefnastöðuna klukkan fimm hins vegar ekki hafa boðið upp á að þau sóttu manninn. „Ég veit ekki hvernig hann fór. Þessi tiltekni aðili á erfitt með gang og færðin þessa dagana ekki góð. Maður skilur stundum ekki hvernig þau koma sér fram og til baka. Þetta eru oft vegalengdir á milli þeirra húsnæða sem þeim stendur til boða.“Eru þau oft illa búin?„Mjög illa búin. Sokkalaus og í þunnum jökkum. Þunnum buxum. Stöku sinnum eru þau í kuldagöllum en því miður ekki alltaf.“ Þau athvörf sem standa útigangsfólki til boða eru öll með ákveðinn opnunartíma og eru ákveðnir tímar vikunnar þar sem ekkert stendur fólkinu til boða. „Það þarf að loka hringnum. Það má ekki vera klukkutími hér og þar þar sem ekkert er í boði. Það er skítkalt og menn hafa verið að láta lífið úti í kuldanum. Ég held að fólk almenn átti sig kannski ekki á því að það gerist alveg á Íslandi. Það gerist ekki bara í útlöndum. Mér finnst þetta vera eitthvað sem þarf að laga. Sjá má viðtalið við Margréti Þóru í heild í spilaranum að ofan. Einnig er rætt við Vörð Leví Traustason, framkvæmdastjóra Samhjálpar, og Ingibjörgu Pálsdóttur sem hefur verið án heimilis í á annan mánuð og gistir í Konukoti á nóttunni. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Hann sat þarna og skalf úr kulda, nánast grét og var að betla peninga og við þurftum að vísa honum þaðan í burtu en gátum ekki boðið honum neitt,“ segir lögreglukonan Margrét Þóra Birnir sem benti á í Facebook-færslu að útifólk eigi ekki í nein hús að venda í nokkrar klukkustundir um helgar. „Við gátum ekki boðið honum inn í hlýju eða ekið honum á nokkurn stað því það er allt lokað á vissum tímum.“ Hún segir að í þessum hópi séu menn í of slæmu ásigkomulagi til að geta nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Margrét Þóra vill að að úr þessu verði bætt án tafar. Margrét Þóra var í viðtali í Íslandi í dag fyrr í kvöld þar sem hún sagði meðal annars frá verkefni sem hún sinnti á laugardaginn um að vísa manni frá Kolaportinu sem var þar að betla. „Við fáum reglulega slík verkefni og oft náum við að leysa þau vel. Aka þeim þangað sem hægt er að bjóða þeim gistingu og annað slíkt. En þarna á laugardegi klukkan hálf fjögur eru engin úrræði í boði.“ Margrét Þóra segir að í þessu tilfelli hafi lögregla boðið manninum kaffi inni í Kolaporti og þau sammælst um að lögregla myndi reyna að sækja hann klukkan fimm þegar gistiskýlið opnaði aftur. Hún segir að verkefnastöðuna klukkan fimm hins vegar ekki hafa boðið upp á að þau sóttu manninn. „Ég veit ekki hvernig hann fór. Þessi tiltekni aðili á erfitt með gang og færðin þessa dagana ekki góð. Maður skilur stundum ekki hvernig þau koma sér fram og til baka. Þetta eru oft vegalengdir á milli þeirra húsnæða sem þeim stendur til boða.“Eru þau oft illa búin?„Mjög illa búin. Sokkalaus og í þunnum jökkum. Þunnum buxum. Stöku sinnum eru þau í kuldagöllum en því miður ekki alltaf.“ Þau athvörf sem standa útigangsfólki til boða eru öll með ákveðinn opnunartíma og eru ákveðnir tímar vikunnar þar sem ekkert stendur fólkinu til boða. „Það þarf að loka hringnum. Það má ekki vera klukkutími hér og þar þar sem ekkert er í boði. Það er skítkalt og menn hafa verið að láta lífið úti í kuldanum. Ég held að fólk almenn átti sig kannski ekki á því að það gerist alveg á Íslandi. Það gerist ekki bara í útlöndum. Mér finnst þetta vera eitthvað sem þarf að laga. Sjá má viðtalið við Margréti Þóru í heild í spilaranum að ofan. Einnig er rætt við Vörð Leví Traustason, framkvæmdastjóra Samhjálpar, og Ingibjörgu Pálsdóttur sem hefur verið án heimilis í á annan mánuð og gistir í Konukoti á nóttunni.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira