Innlent

Lögregla leitar sófaeiganda

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um sófann barst um kvöld þann 18. nóvember síðastliðinn.
Tilkynning um sófann barst um kvöld þann 18. nóvember síðastliðinn. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda sófa sem fannst á Vesturlandsvegi í Kollafirði þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn.

Í frétt lögreglunnar á  höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um sófann hafi borist klukkan 18.42 en ætla megi að hann hafi fallið af bíl eða kerru.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1188 á skrifstofutíma, en upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×