Ritstjóraskipti eftir að ekki var fjallað um kynferðisbrotamál Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. desember 2014 15:47 Búið er að skipta um ritstjóra á Eyjafréttum. Breytingar hafa verið gerðar á ritstjórn Eyjafrétta eftir að ritstjóri miðilsins ákvað að fjalla ekki um dóm sem féll í héraði um miðjan nóvember. Karlmaður á fertugsaldri var þá dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli systurdóttur eiginkonu sinnar. Maðurinn var sakaður um að hafa brotið gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað áreitt stúlkuna með kynferðislegu orðbragði á tímabilinu 3. janúar til 16. október árið 2012.Vísir fjallaði um málið. Ekkert var fjallað um málið á vef Eyjafrétta og voru fjölmargir Eyjamenn ósáttir af þeim sökum. Skapaðist töluverð umræða í athugasemdakerfi miðilsins við pistil eftir Gísla Valtýsson, fráfarandi ritstjóra miðilsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hinn dæmdi starfsmaður Eyjafrétta en hefur nú látið af störfum. Fráfarandi ritstjóri tengist honum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá stjórn Eyjasýnar, sem er eigandi Eyjafrétta, kemur fram að það hafi verið mistök að fjalla ekki um málið. „Vegna athugasemda á Eyjafréttum.is og víðar um dóm yfir manni á fertugsaldri sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Suðurlands 12. nóvember sl. og birtur þann 18. nóvember á vef dómsins er rétt að það komi fram að sú ákvörðun Eyjafrétta að segja ekki frá málinu eftir að dómur var birtur voru mistök. Það þarf ekki að tíunda fyrir lesendum hver fréttin er. Unnið er að breytingum á ritstjórn og verða þær tilkynntar síðar í dag,“ segir í tilkynningunni sem var birt á vefnum á sunnudagskvöld. Í kjölfarið birtist svo tilkynning á vefnum um að Ómar Garðarsson hefði tekið við sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Eyjafrétta og Eyjafrétta.is. Tengdar fréttir Braut gegn 15 ára stúlku: „Þú ert lítil greddupadda“ Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli systurdóttur eiginkonu sinnar árið 2012. 21. nóvember 2014 13:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á ritstjórn Eyjafrétta eftir að ritstjóri miðilsins ákvað að fjalla ekki um dóm sem féll í héraði um miðjan nóvember. Karlmaður á fertugsaldri var þá dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli systurdóttur eiginkonu sinnar. Maðurinn var sakaður um að hafa brotið gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað áreitt stúlkuna með kynferðislegu orðbragði á tímabilinu 3. janúar til 16. október árið 2012.Vísir fjallaði um málið. Ekkert var fjallað um málið á vef Eyjafrétta og voru fjölmargir Eyjamenn ósáttir af þeim sökum. Skapaðist töluverð umræða í athugasemdakerfi miðilsins við pistil eftir Gísla Valtýsson, fráfarandi ritstjóra miðilsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hinn dæmdi starfsmaður Eyjafrétta en hefur nú látið af störfum. Fráfarandi ritstjóri tengist honum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá stjórn Eyjasýnar, sem er eigandi Eyjafrétta, kemur fram að það hafi verið mistök að fjalla ekki um málið. „Vegna athugasemda á Eyjafréttum.is og víðar um dóm yfir manni á fertugsaldri sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Suðurlands 12. nóvember sl. og birtur þann 18. nóvember á vef dómsins er rétt að það komi fram að sú ákvörðun Eyjafrétta að segja ekki frá málinu eftir að dómur var birtur voru mistök. Það þarf ekki að tíunda fyrir lesendum hver fréttin er. Unnið er að breytingum á ritstjórn og verða þær tilkynntar síðar í dag,“ segir í tilkynningunni sem var birt á vefnum á sunnudagskvöld. Í kjölfarið birtist svo tilkynning á vefnum um að Ómar Garðarsson hefði tekið við sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Eyjafrétta og Eyjafrétta.is.
Tengdar fréttir Braut gegn 15 ára stúlku: „Þú ert lítil greddupadda“ Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli systurdóttur eiginkonu sinnar árið 2012. 21. nóvember 2014 13:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Braut gegn 15 ára stúlku: „Þú ert lítil greddupadda“ Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára gamalli systurdóttur eiginkonu sinnar árið 2012. 21. nóvember 2014 13:21