Innlent

Segja að tillagan lýsi ruddapólitík ríkisstjórnarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í ályktuninni kemur fram að flokksmeðlimir lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem formaður atvinnuveganefndar þingsins viðhafði á dögunum
Í ályktuninni kemur fram að flokksmeðlimir lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem formaður atvinnuveganefndar þingsins viðhafði á dögunum vísir/gva
Vinstri grænna í Reykjavík sendu frá sér ályktun eftir félagsfund í kvöld. Þar kemur fram að flokksmeðlimir lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem formaður atvinnuveganefndar þingsins viðhafði með því að leggja til að sjö nýjar virkjanahugmyndir verði fluttar í nýtingaflokk rammaáætlunar.

„Í lögum um rammaáætlun er skýrt kveðið á um þá verkferla sem ber að hafa í heiðri og er þar ekki gert ráð fyrir því að þingnefnd taki að sér að flokkun virkjunarkosta án þess að verkefnisstjórn rammaáætlunar hafi fjallað um þá eða ráðherra gert um þá tillögu til þingsins.“

Einnig kemur fram í ályktuninni að tillagan lýsi ekki bara skeytingarleysi gagnvart þeim reglum sem þingið hafi sjálft sett; „heldur staðfesti hún blygðunarlausar nýtingaráherslur, virðingarleysi fyrir náttúru landsins og endurspegli auk þess þá ruddapólitík sem sjá má víða í verkum ríkisstjórnarflokkanna.“

Fundurinn gerði þá kröfu að tillagan verði tafarlaust dregin til baka og lög um rammaáætlun virt að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×