Eru egg slæm heilsu og hversu mikið má borða af þeim? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 10:35 "Þrjú egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt.“ vísir/getty Löngum hefur það verið talið að neysla eggja hafi skaðleg áhrif á heilsu og auki hættu á hjartasjúkdómum. Hjartasjúklingum hefur til dæmis verið ráðlagt að halda sig alfarið frá eggjum eða að neyta þeirra í mjög takmörkuðum mæli vegna hversu mikið kólestról þau innihalda. En er þetta mýta? Svo segir læknaneminn Kristján Már Gunnarsson sem heldur úti blogginu betrinæring.is en hann skoðaði samhengið milli eggja og kólestróls fyrir vefinn Hjartalíf. „Til allrar hamingju þá er í dag til fullt af frábærum rannsóknum á þessu,“ skrifar Kristján en fólki hefur oftast verið ráðlagt að borða að hámarki tvær til sex eggjarauður á viku (hvítan er að mestu prótein og lág í kólestróli).„Ekki vandamál“ Rannsóknirnar eru margar eins og þær eru misjafnar en Kristján fer í pistli sínum yfir tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Í annarri þeirra var fólki skipt í tvo hópa. Annar hópurinn borðaði eitt til þrjú egg á dag og hinn borðaði eitthvað annað í staðin. Rannsóknirnar sýndu að í nær öllum tilvikum hækkar HDL („góða“) kólestrólið en hjá sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt hafði eggjaneysla engin áhrif á heildar- eða LDL („vonda“) kólestrólið. Hjá þrátíu prósent manna fóru þessar tölur örlítið upp. „Að því sögðu þá tel ég ekki að þetta sé vandamál. Vísindin eru skýr að því leyti að 3 egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt,“ skrifar Kristján og fer í kjölfarið yfir faraldsfræðilegar rannsóknir.„Jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“vísir/gettySykursjúkir í hættu „Þessar rannsóknir, sem sumar hverjar telja hundruð þúsundi manna, sýna alltaf að þeir sem borða egg eru ekki líklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma. Sumar rannsóknanna sýna jafnvel líka minni hættu á heilablóðfalli. Þó … er eitt sem er athyglisvert, en þessar rannsóknir sýna að sykursjúkir sem borða egg eru í aukinni hættu á hjartasjúkdómum.“ Hann segir þó að ekki séu til áreiðanlegar rannsóknir til að styðjast við þar sem fólk borði meira en þrjú egg á dag. „Það er mögulegt (þó ólíklegt) að meiri neysla geti haft skaðleg áhrif á heilsu. Að borða meira en 3 egg er ókannað svæði, ef svo má að orði komast.“ Að lokum vill Kristján taka það fram að egg eru einstaklega næringarrík fæða og fullyrðir að þau eru ein hollasta fæðutegund sem til er. „Svo jafnvel ÞÓ egg hefðu mild neikvæð áhrif á kólesteról í blóði (sem þau gera ekki), þá eru jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“Pistil Kristjáns má lesa í heild á vef Hjartalífs. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Löngum hefur það verið talið að neysla eggja hafi skaðleg áhrif á heilsu og auki hættu á hjartasjúkdómum. Hjartasjúklingum hefur til dæmis verið ráðlagt að halda sig alfarið frá eggjum eða að neyta þeirra í mjög takmörkuðum mæli vegna hversu mikið kólestról þau innihalda. En er þetta mýta? Svo segir læknaneminn Kristján Már Gunnarsson sem heldur úti blogginu betrinæring.is en hann skoðaði samhengið milli eggja og kólestróls fyrir vefinn Hjartalíf. „Til allrar hamingju þá er í dag til fullt af frábærum rannsóknum á þessu,“ skrifar Kristján en fólki hefur oftast verið ráðlagt að borða að hámarki tvær til sex eggjarauður á viku (hvítan er að mestu prótein og lág í kólestróli).„Ekki vandamál“ Rannsóknirnar eru margar eins og þær eru misjafnar en Kristján fer í pistli sínum yfir tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Í annarri þeirra var fólki skipt í tvo hópa. Annar hópurinn borðaði eitt til þrjú egg á dag og hinn borðaði eitthvað annað í staðin. Rannsóknirnar sýndu að í nær öllum tilvikum hækkar HDL („góða“) kólestrólið en hjá sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt hafði eggjaneysla engin áhrif á heildar- eða LDL („vonda“) kólestrólið. Hjá þrátíu prósent manna fóru þessar tölur örlítið upp. „Að því sögðu þá tel ég ekki að þetta sé vandamál. Vísindin eru skýr að því leyti að 3 egg á dag eru fullkomlega örugg fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt,“ skrifar Kristján og fer í kjölfarið yfir faraldsfræðilegar rannsóknir.„Jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“vísir/gettySykursjúkir í hættu „Þessar rannsóknir, sem sumar hverjar telja hundruð þúsundi manna, sýna alltaf að þeir sem borða egg eru ekki líklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma. Sumar rannsóknanna sýna jafnvel líka minni hættu á heilablóðfalli. Þó … er eitt sem er athyglisvert, en þessar rannsóknir sýna að sykursjúkir sem borða egg eru í aukinni hættu á hjartasjúkdómum.“ Hann segir þó að ekki séu til áreiðanlegar rannsóknir til að styðjast við þar sem fólk borði meira en þrjú egg á dag. „Það er mögulegt (þó ólíklegt) að meiri neysla geti haft skaðleg áhrif á heilsu. Að borða meira en 3 egg er ókannað svæði, ef svo má að orði komast.“ Að lokum vill Kristján taka það fram að egg eru einstaklega næringarrík fæða og fullyrðir að þau eru ein hollasta fæðutegund sem til er. „Svo jafnvel ÞÓ egg hefðu mild neikvæð áhrif á kólesteról í blóði (sem þau gera ekki), þá eru jákvæðir kostir þess að borða þau mun fleiri en neikvæðir.“Pistil Kristjáns má lesa í heild á vef Hjartalífs.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira