Innlent

Spyr um fjölda fyrrum sendiherra á launum

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Stefán
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur beint fyrirspurn til utanríkisráðherra þar sem spurt er um hvaða reglur gildi um skipunartíma sendiherra.

Í fyrirspurn Birgittu er einnig spurt hvort starfsöryggi sendiherra sé tryggt með einum eða öðrum hætti og hvort þeir fái laun til æviloka, óháð því hvort eða hvenær þeir láti af starfi sem sendiherrar.

Að lokum er spurt um fjölda fyrrverandi sendiherra sem enn séu í launuðum störfum hjá hinu opinbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×