Pálmi Rafn: Maginn sagði mér að fara í KR | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:06 Gaupi spjallar við Pálma Rafn. vísir/vilhelm Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53
Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11