Tekjur af náttúrupassanum verða um fimm milljarðar fyrstu þrjú árin Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2014 12:07 Mikil fjölgun erlendra ferðamanna hafi í för með sér stóraukið álag á margar af helstu náttúruperlum landsins. vísir/ernir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi þann 28. nóvember 2014, frumvarp til laga um náttúrupassa. Markmið frumvarpsins er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar segir að mikil fjölgun erlendra ferðamanna hafi í för með sér stóraukið álag á margar af helstu náttúruperlum landsins. „Á síðasta ári komu hingað 870 þúsund erlendir ferðamenn og á þessu ári stefnir í að milljón gesta múrinn verði rofinn. Í könnunum kemur í ljós að 80% þessara erlendu ferðamanna nefna íslenska náttúru sem megin ástæðu komu sinnar,“ segir í tilkynningunni. Það liggi fyrir að víða hafi náttúran látið á sjá og uppbygging og viðhald á innviðum ferðamannastaða hafi ekki þróast í takt við fjölgun ferðamanna. Mikilvægt sé að strax sé hafist handa við uppbyggingarstarfið og er áætlað að árleg fjárfestingaþörf nemi um einum milljarði króna. „Allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila munu sjálfkrafa eiga aðild að náttúrupassa. Jafnframt geta einkaaðilar sótt um aðild að náttúrupassanum og er þeim þá óheimilt að rukka aukalega sérstakt aðgangsgjald.“ Verð fyrir náttúrupassann verður 1.500 kr. og gildir hann í þrjú ár. Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa ekki að hafa náttúrupassa. Umsjón eftirlits með náttúrupassa verður í höndum Ferðamálastofu og fær hún heimildir til að sekta þá sem ekki hafa greitt gjald fyrir náttúrupassa. „Áætlaðar tekjur fyrstu þrjú árin af náttúrupassanum nema um 4,5-5,2 milljörðum króna og reiknað er með að ríflega 85% komi frá erlendum ferðamönnum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur umsjón með útdeilingu fjármuna og er mælt fyrir um að 82,5% af tekjum sjóðsins verði varið til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða sem eiga aðild að náttúrupassa og skal við þá úthlutun taka mið af verkefnaáætlun sem unnin er á grundvelli laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn.“ Í tilkynningunni segir að 10% af tekjum sjóðsins skuli varið til framkvæmda á ferðamannastöðum sem ekki eiga aðild að náttúrupassa gegn 50% mótframlagi eigenda. „Um 7,5% eru eyrnamerkt málefnum sem tengjast öryggi ferðamanna. Að hámarki 3,5% skal varið í umsýslu náttúrpassans.“ Gert er ráð fyrir að Náttúrupassinn taki gildi 1. september 2015. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi þann 28. nóvember 2014, frumvarp til laga um náttúrupassa. Markmið frumvarpsins er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar segir að mikil fjölgun erlendra ferðamanna hafi í för með sér stóraukið álag á margar af helstu náttúruperlum landsins. „Á síðasta ári komu hingað 870 þúsund erlendir ferðamenn og á þessu ári stefnir í að milljón gesta múrinn verði rofinn. Í könnunum kemur í ljós að 80% þessara erlendu ferðamanna nefna íslenska náttúru sem megin ástæðu komu sinnar,“ segir í tilkynningunni. Það liggi fyrir að víða hafi náttúran látið á sjá og uppbygging og viðhald á innviðum ferðamannastaða hafi ekki þróast í takt við fjölgun ferðamanna. Mikilvægt sé að strax sé hafist handa við uppbyggingarstarfið og er áætlað að árleg fjárfestingaþörf nemi um einum milljarði króna. „Allir ferðamannastaðir í eigu eða umsjón opinberra aðila munu sjálfkrafa eiga aðild að náttúrupassa. Jafnframt geta einkaaðilar sótt um aðild að náttúrupassanum og er þeim þá óheimilt að rukka aukalega sérstakt aðgangsgjald.“ Verð fyrir náttúrupassann verður 1.500 kr. og gildir hann í þrjú ár. Einstaklingar undir 18 ára aldri þurfa ekki að hafa náttúrupassa. Umsjón eftirlits með náttúrupassa verður í höndum Ferðamálastofu og fær hún heimildir til að sekta þá sem ekki hafa greitt gjald fyrir náttúrupassa. „Áætlaðar tekjur fyrstu þrjú árin af náttúrupassanum nema um 4,5-5,2 milljörðum króna og reiknað er með að ríflega 85% komi frá erlendum ferðamönnum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur umsjón með útdeilingu fjármuna og er mælt fyrir um að 82,5% af tekjum sjóðsins verði varið til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða sem eiga aðild að náttúrupassa og skal við þá úthlutun taka mið af verkefnaáætlun sem unnin er á grundvelli laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn.“ Í tilkynningunni segir að 10% af tekjum sjóðsins skuli varið til framkvæmda á ferðamannastöðum sem ekki eiga aðild að náttúrupassa gegn 50% mótframlagi eigenda. „Um 7,5% eru eyrnamerkt málefnum sem tengjast öryggi ferðamanna. Að hámarki 3,5% skal varið í umsýslu náttúrpassans.“ Gert er ráð fyrir að Náttúrupassinn taki gildi 1. september 2015.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira