Innlent

Lögreglumaðurinn í Ferguson hættur störfum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmæli hafa átt sér staða víða um Bandaríkin.
Mótmæli hafa átt sér staða víða um Bandaríkin. Vísir/AP
Lögreglumaðurinn Darren Wilson, sem skaut Michael Brown til bana í ágúst, hefur hætt störfum samkvæmt lögfræðingi hans. Eftir að Wilson skaut hinn 18 ára gamla Brown, sem var óvopnaður, leiddi það mótmæla og óeirða í marga daga í Ferguson.

Wilson sagði yfirmönnum sínum að hann hætti sjálfviljugur eftir að öðrum lögreglumönnum fóru að berast hótanir um ofbeldi, myndi hann halda áfram störfum.

„Ég mun ekki leyfa öðrum að slasast vegna mín,“ hefur AP fréttaveitan eftir Wilson.

Nokkur vitni í málinu sögðu Brown hafa verið með hendur á lofti þegar Wilson skaut hann. Wilson sagðist þó hafa verið í ótta um líf sitt eftir að Brown sló sig og reyndi að ná af sér byssunni. Eftir rúmlega þriggja mánaða rannsókn var ákveðið að kæra Wilson ekki, en það leiddi til mótmæla víða um Bandaríkin og í raun um heiminn.

Wilson var í felum allt þar til að tilkynnt var að hann yrði ekki ákærður. Í sjónvarpsviðtali segist hann hafa hreina samvisku, en þetta var í fyrsta sinn sem hann beitti skotvopni sínu. Aðspurður hvort að atburðarásin hefði verið sú sama ef Brown hefði verið hvítur sagði Wilson: „Já“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×