Fótbolti

Kolbeinn og félagar töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson byrjaði á bekknum.
Kolbeinn Sigþórsson byrjaði á bekknum. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í meistaraliði Ajax töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttu hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Ajax gerði 1-1 jafntefli við ADO Den Haag sem er í fallbaráttu, en Davy Klaassen kom Ajax yfir á áttundu mínútu áður en heimamenn jöfnuðu fimm mínútum fyrir leikslok.

Meistararnir eru með 30 stig, stigi á eftir toppliði PSV Eindhoven í toppbaráttu deildarinnar, en PSV á leik til góða gegn Feyenorod á þriðjudagskvöldið og getur þar aukið forskot sitt í fjögur stig.

Kolbeinn byrjaði á varamannabekknum í deildinni þriðja leikinn í röð og í fjórða skiptið í síðustu fimm leikjum. Hann kom inn á þegar 18 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en tókst ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×