Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2014 13:12 Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira