Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2014 13:12 Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira