„Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 10:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira