Brimbrettafjör á Balí Frosti Logason skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira