Brimbrettafjör á Balí Frosti Logason skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira