Brimbrettafjör á Balí Frosti Logason skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Eftir ánægjulega dvöl í Tælandi var ferð okkar næst heitið til Balí í Indónesíu. Á leiðinni þangað millilentum við í höfuðborg Malasíu, Kúala Lúmpúr og dvöldum þar í einn sólarhring. Þetta er nútímaleg og annasöm stórborg sem hýsir um sjö milljónir íbúa. Borgin er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og býður upp á fjölmarga afþreyingarmöguleika, spennandi menningu og afbragðs skoðunarferðir. Þarna er heill hellingur af hofum, heillandi mörkuðum, söfnum og sögulegum byggingum.Diddi og Frosti fyrir framan hina heimsfrægu Petrona tvíburaturna.Flestir heimamenn tala góða ensku í Kúala Lúmpúr enda var Malasía bresk nýlenda allt til ársins 1957. Okkur var það strax ljóst að þarna væri nóg til af peningum. Borgin býður enda upp á mikið af ódýrum lúxus. Það virðist vera bullandi vöxtur í Malasíu. Þarna er til dæmis að finna mörg af ódýrustu fimm stjörnu hótelum heims og dvöldum við einmitt á einu slíku eða Traders Hotel. Það stendur við hinn svokallaða Gyllta þríhyrning þar sem hótelin standa í röðum innan um glæsilega næturklúbba, verslunarmiðstöðvar og hin heimsfrægu háhýsi, Petrona Twin Towers. Það hefði verið frábært að geta stoppað lengur í Malasíu en okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að halda för okkar áfram til Balí á Indónesíu. Balí er hrikalega falleg eldfjallaeyja sem býður upp á allt það besta sem maður getur óskað sér fyrir gott frí í sólinni. Eins og til dæmis frábærar strendur og ódýrt verðlag. Hvað þarf maður meira? Balí er sannkallað gósenland þar sem trjágreinarnar svigna undan ávöxtum og sjórinn iðar af fiski. Þarna geta allir fundið sér einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Við fórum þarna hinsvegar til að kynnast brimbrettaíþróttinni en Balí býður upp á frábærar aðstæður til brimbrettaiðkunar. Við skráðum okkur á námskeið hjá Lapoint Surfcamp, í þorpinu Canguu sem er rólegur og fallegur strandbær á vesturströnd eyjunnar. Þarna dvöldum við svo í tæpa viku ásamt nokkrum öðrum skandínavískum ungmennum og gerðum okkar besta til þess að ná tökum á þessari skemmtilegu og mjög krefjandi íþrótt. Vikan á Balí var hrikalega skemmtileg og það er klárlega nauðsynlegt að heimsækja þennan stað aftur. Helst þyrfti maður að fara þangað á hverju ári.Með vinalegum heimamönnum á Balí.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira