Námskeið Blancs á Íslandi fjarlægt af heimasíðu RSD Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2014 12:13 Bandaríkjamaðurinn Julien Blanc gefur sig út fyrir að vera stefnumótasérfræðingur. Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Svo virðist sem fyrirhuguðu námskeiði bandaríska fyrirtækisins Real Social Dynamics (RSD) á Íslandi um hvernig skuli „ná sér í konu“ hafi verið aflýst. Til stóð að „stefnumótanámskeið“ fyrirtækisins yrði haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní næstkomandi, en námskeiðið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðu fyrirtækisins. Mikið hefur verið rætt um Julien Blanc síðustu daga en hann starfar á vegum Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Námskeið þeirra, „Boot Camps“ hafa verið mikið gagnrýnd og hafa nú rúmlega 11 þúsund manns nú skrifað undir áskorun um að Julien Blanc verði ekki hleypt inn í landið. Er hvatt til þess að Ísland færi að fordæmi Bretlands og Ástralíu um að neita Blanc um inngöngu í landið.Námskeið í Svíþjóð einnig fjarlægð Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar. Þær virðast margar hverjar fela í sér að beita konur ofbeldi af ýmsum gerðum. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar er Blanc kallaður ofbeldismaður sem misnoti og niðurlægi konur. Fyrirhuguð námskeið RSD í Gautaborg og Stokkhólmi hafa einnig verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins, en þúsundir Svía höfðu einnig skrifað undir áskorun um að neita honum inngöngu í landið. Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“Vildi að íslenskir karlmenn reyndu við Blanc Hugleikur Dagsson lagði til að í stað þess að neita Blanc inngöngu í landið myndu íslenskir karlmenn taka sig saman og reyna við hann þegar hann kæmi til landsins. Stakk hann meðal annars upp á að hann yrði blikkaður og honum strokið um lærið. Hugleikur sagði að slíkur gjörningur myndi síst láta Blanc líða eins og hetju. Ekki náðist í fulltrúa RSD við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46 Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00 Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31 Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Hugleikur Dagsson boðar aðrar aðferðir en undirskriftarlista til að sýna að manni líki ekki við Julien Blanc og hans boðskap. 19. nóvember 2014 18:46
Þúsundir mótmæla komu Julien Blanc til Íslands Undirskriftasöfnun er hafin á netinu undir heitinu Stoppum Julien Blanc! 18. nóvember 2014 19:00
Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Julien Blanc, sem kallar sig „stefnumótaþjálfara“, kennir körlum hvernig eigi að ná sér í konu. Aðferðir hans eru vægast sagt umdeildar. 18. nóvember 2014 11:31
Skrif Hugleiks um Julien Blanc vekja athygli í Bretlandi Fjallað er um skrif Hugleiks Dagssonar um hinn umdeilda Julien Blanc í netútgáfu blaðsins The Independent í dag. 22. nóvember 2014 17:45