Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 13:03 Formaður Vinstri grænna efast um að málsmeðferð Alþingis varðandi virkjanakosti standist lög og vill að það verði kannað. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sækja í átök á öllum sviðum. Þingmenn héldu áfram að ræða virkjanamálin á Alþingi í morgun og aðferðafræði ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði fyrirboða um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd hafa birst strax þegar þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk var send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfis- og samgöngunefndar án raka. Hún hafi talið þá að um einhvern misskilning væri að ræða. „En það kom á daginn að hér voru pólitískar fyrirætlanir sem birtast svo í þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fram og ekki er með nokkrum hætti hægt að kalla breytingartillögu,“ sagði Katrín. Enda hafi verkefnisstjórn rammaáætlunar um nátrtúruvernd og nýtingu ekki fjallað um þær sjö virkjanir sem lagt væri til að færðar verði í nýtingarflokk eins og gert væri ráð fyrir í lögum. „Og ég hlýt að gera þá kröfu að það verði skoðað af hálfu Alþingis hvort þetta hreinlega samrýmist lögum um rammaáætlun? Þar sem kemur klárlega fram að verkefnastjórn skuli fjalla um tillögur og ráðherra skuli svo taka afstöðu til þeirra tillagna og leggja þær fram,“ sagði Katrín. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta mál enn eitt dæmið um það hversu átakasækin ríkisstjórnin væri. „Þessi átakasækni ríkisstjórnarinnar sést líka víðar. Hún sést í fjárlagafrumvarpinu þar sem að gengið er fram með ýmsum aðgerðum einhliða gegn umsömdum réttindum. Þannig er t.d. lagt upp með að stytta réttindi fólks til atvinnuleysisbóta einhliða. Sem eru umsamin réttindi og hafa verið umsamin á vinnumarkaði frá því þeim var komið á í mjólkurverkfallinu mikla árið 1955,“ sagði Árni Páll. Þá nefndi Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna að í Þjórsá væri stærsti vilti laxastofn landsins og sennilega sá stærsti við norðvestanvert Atlantshaf og ekki lægju fyrir rannsóknir á áhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár, Urriðafoss og Holtavirkjun, á þann laxastofn. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vakti líka athygli á því að virkjun við Hagavatn gæti leitt af sér gríðarlegt moldrok fyrir nærliggjandi byggðir og vikrjun við Hólmsey yrði það mannvirki sem stæði næst eldfjallinu Kötlu sem búist væri að muni gjósa í náinni framtíð. Þessar virkjanir hefðu ekki fengið neina faglega umfjöllun í verkefnisstjórn. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna efast um að málsmeðferð Alþingis varðandi virkjanakosti standist lög og vill að það verði kannað. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sækja í átök á öllum sviðum. Þingmenn héldu áfram að ræða virkjanamálin á Alþingi í morgun og aðferðafræði ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði fyrirboða um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd hafa birst strax þegar þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk var send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfis- og samgöngunefndar án raka. Hún hafi talið þá að um einhvern misskilning væri að ræða. „En það kom á daginn að hér voru pólitískar fyrirætlanir sem birtast svo í þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fram og ekki er með nokkrum hætti hægt að kalla breytingartillögu,“ sagði Katrín. Enda hafi verkefnisstjórn rammaáætlunar um nátrtúruvernd og nýtingu ekki fjallað um þær sjö virkjanir sem lagt væri til að færðar verði í nýtingarflokk eins og gert væri ráð fyrir í lögum. „Og ég hlýt að gera þá kröfu að það verði skoðað af hálfu Alþingis hvort þetta hreinlega samrýmist lögum um rammaáætlun? Þar sem kemur klárlega fram að verkefnastjórn skuli fjalla um tillögur og ráðherra skuli svo taka afstöðu til þeirra tillagna og leggja þær fram,“ sagði Katrín. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði þetta mál enn eitt dæmið um það hversu átakasækin ríkisstjórnin væri. „Þessi átakasækni ríkisstjórnarinnar sést líka víðar. Hún sést í fjárlagafrumvarpinu þar sem að gengið er fram með ýmsum aðgerðum einhliða gegn umsömdum réttindum. Þannig er t.d. lagt upp með að stytta réttindi fólks til atvinnuleysisbóta einhliða. Sem eru umsamin réttindi og hafa verið umsamin á vinnumarkaði frá því þeim var komið á í mjólkurverkfallinu mikla árið 1955,“ sagði Árni Páll. Þá nefndi Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna að í Þjórsá væri stærsti vilti laxastofn landsins og sennilega sá stærsti við norðvestanvert Atlantshaf og ekki lægju fyrir rannsóknir á áhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár, Urriðafoss og Holtavirkjun, á þann laxastofn. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar vakti líka athygli á því að virkjun við Hagavatn gæti leitt af sér gríðarlegt moldrok fyrir nærliggjandi byggðir og vikrjun við Hólmsey yrði það mannvirki sem stæði næst eldfjallinu Kötlu sem búist væri að muni gjósa í náinni framtíð. Þessar virkjanir hefðu ekki fengið neina faglega umfjöllun í verkefnisstjórn.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira