Garðabær þarf að ákveða hvað hann vill vera stór Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2014 13:13 Bæjarstjórinn í Garðabæ segir bæinn þurfa að gera upp við sig hversu fjölmennur hann vilji vera. Miðað við skipulagt byggingarland geti bærinn tvöfaldað íbúatöluna á næstu fimmtán árum, en hann geti líka orðið mun fjölmennari en þær tölur benda til í framtíðinni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að íbúar Garðabæjar geti orðið um 30 þúsund eftir um 15 ár, sem væri tvöföldun á íbúafjöldanum. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir þessar tölur miða við það byggingarland sem nú þegar er skipulagt í bænum, en fimmtán ár séu langur tími og ómögulegt að segja til um eftirspurn eftir lóðum á þeim tíma. „En við höfum líka velt því mjög upp hjá okkur hversu stór viljum við vera? Í raun gætum við orðið miklu fjölmennari en 30 þúsund. En það er bara hápólitísk spurning og líka spurning út frá lífsgæðum, lýðræði og öðru hversu fjölmenn við viljum vera,“ segir Gunnar. Almennt sé talið að besta rekstrareiningin sé bæjarfélag með tuttugu til fjörutíu þúsund íbúa, en eftir það sé hætta á að menn missi ákveðna yfirsýn og nánd við íbúa. Hins vegar séu horfur á töluverðri fjölgun íbúa á allra næstu árum. „Það eru nú þegar í pípunum og að koma upp úr jörðinni einhverjar ellefu hundruð íbúðir,“ segir bæjarstjórinn. Í Urriðaholtinu einu sé til að mynda gert ráð fyrir 1.600 einingum en það gerist ekki á næstu tveimur til þremur árum. „En ef maður tæki bara þessar ellefu hundruð íbúðir sem þegar eru farnar af stað í dag og á næstu tveimur árum og margfaldar það kannski með þremur eða fjórum, er það strax orðið þrjú til fjögur þúsund manns,“ segir Gunnar. Þannig að íbúum Garðabæjar fjölgi um einn Ísafjörð á næstunni. Hins vegar gagnrýnir Gunnar lítið samráð milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um skipulag umferðarmannvirkja, þrátt fyrir að til sé svæðisskipulag. Það sé ekki að virka að hans mati. Menn horfi ekki lengra en niður á tærnar á sér. „Við megum ekki bara byggja og byggja og ætla svo að leysa umferðarhnútinn bara einhvern tíma og einhvern veginn. Þetta verður auðvitað að haldast í hendur. Það hefur verið allt of mikið um það hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu að menn horfa fyrst og fremst á íbúa- og íbúðafjölgunina en svo eigi einhverjir aðrir að leysa umferðarmálin,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bæjarstjórinn í Garðabæ segir bæinn þurfa að gera upp við sig hversu fjölmennur hann vilji vera. Miðað við skipulagt byggingarland geti bærinn tvöfaldað íbúatöluna á næstu fimmtán árum, en hann geti líka orðið mun fjölmennari en þær tölur benda til í framtíðinni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að íbúar Garðabæjar geti orðið um 30 þúsund eftir um 15 ár, sem væri tvöföldun á íbúafjöldanum. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir þessar tölur miða við það byggingarland sem nú þegar er skipulagt í bænum, en fimmtán ár séu langur tími og ómögulegt að segja til um eftirspurn eftir lóðum á þeim tíma. „En við höfum líka velt því mjög upp hjá okkur hversu stór viljum við vera? Í raun gætum við orðið miklu fjölmennari en 30 þúsund. En það er bara hápólitísk spurning og líka spurning út frá lífsgæðum, lýðræði og öðru hversu fjölmenn við viljum vera,“ segir Gunnar. Almennt sé talið að besta rekstrareiningin sé bæjarfélag með tuttugu til fjörutíu þúsund íbúa, en eftir það sé hætta á að menn missi ákveðna yfirsýn og nánd við íbúa. Hins vegar séu horfur á töluverðri fjölgun íbúa á allra næstu árum. „Það eru nú þegar í pípunum og að koma upp úr jörðinni einhverjar ellefu hundruð íbúðir,“ segir bæjarstjórinn. Í Urriðaholtinu einu sé til að mynda gert ráð fyrir 1.600 einingum en það gerist ekki á næstu tveimur til þremur árum. „En ef maður tæki bara þessar ellefu hundruð íbúðir sem þegar eru farnar af stað í dag og á næstu tveimur árum og margfaldar það kannski með þremur eða fjórum, er það strax orðið þrjú til fjögur þúsund manns,“ segir Gunnar. Þannig að íbúum Garðabæjar fjölgi um einn Ísafjörð á næstunni. Hins vegar gagnrýnir Gunnar lítið samráð milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um skipulag umferðarmannvirkja, þrátt fyrir að til sé svæðisskipulag. Það sé ekki að virka að hans mati. Menn horfi ekki lengra en niður á tærnar á sér. „Við megum ekki bara byggja og byggja og ætla svo að leysa umferðarhnútinn bara einhvern tíma og einhvern veginn. Þetta verður auðvitað að haldast í hendur. Það hefur verið allt of mikið um það hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu að menn horfa fyrst og fremst á íbúa- og íbúðafjölgunina en svo eigi einhverjir aðrir að leysa umferðarmálin,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira