Hálfur milljarður til viðhalds flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2014 20:22 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til aukningu framlaga til ýmissa málaflokka upp á einn og hálfan milljarð króna, til viðbótar við þá aukningu framlaga sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni. Mestu munar um hálfan milljarð til viðhalds flugvalla innanlands. Ríkisstjórnin lagði til aukin framlög til nokkurra málaflokka upp á rúma 2,1 milljarð á fjárlögum næsta árs eins og greint var frá í vikunni, aðallega til heilbrigðis- og menntamála. Fjárlaganefnd hefur undanfarna daga farið yfir fjárlagafrumvarpið og í dag skilaði meirihluti nefndarinnar inn tillögum sínum. „Stóru tíðindin eru þau að fjárlaganefnd fékk svigrúm. Við erum að auka í gjöldin upp á rúmlega einn og hálfan milljarð sem nefnd. Því það er jú okkar hlutverk að taka á móti sveitarfélögum og öðrum gestum á haustin og fram á vetur,“ segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. Samanlagðar tillögur meirihluta fjárlaganefndar og ríkisstjórnar gera því ráð fyrir að útgjöld ríkisins á næsta ári verði aukin um hátt í fjóra milljarða umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Lítið sem ekkert fjármagn hefur fengist til rekstrar og viðhalds flugvalla innanlands á undanförnum árum, m.a. til stækkunar flughlaðs á Akureyrarflugvelli. En nú verður breyting þar á því Isavia fær ríflega það sem beðið er um í fjárlögum næsta árs. „Og ber þar hæst að við ætlum að leggja pening í það að fara í stórkostlegar endurbætur á flugvöllum úti á landi. Við leggjum til 170 milljón króna hærra framlag til Vegagerðarinnar,“ segir Vigdís. Um 500 milljónir fara til viðhalds flugvalla og 300 milljónir til ljósleiðaravæðingar landsbyggðarinnar. Þá verða framlög til rannsókna á ferðamannastöðum aukin um 60 milljónir, Bændaskólans á Hvanneyri um 55 milljónir, Kvikmyndasjóðs um 50 milljónir, sem og framlög til hjúkrunarheimila og kirkjunnar. Framlög til hafnarinnar í Þorlákshöfn og Háskólans á Hólum aukast 40 milljónir, háskólans á Akureyri um 30 milljónir, til skattrannsókna um 26 milljónir og Miðstöð foreldra og barna, Íslenska óperan og fangelsin á Sogni og Litla hrauni fá aukin framlög upp á 20 milljónir króna hver. Gangið þið eitthvað á þann afgang sem lagt var upp með? „Nei. Hann minnkaði örlítið afgangurinn hjá okkur. En við einmitt vorum með það markmið í fjárlagavinnunni að það yrði ekki gengið á þennan afgang. Það er ákveðið „signal“ sem við erum að senda að eyðslan fari ekki með fjárlögin í mínus,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til aukningu framlaga til ýmissa málaflokka upp á einn og hálfan milljarð króna, til viðbótar við þá aukningu framlaga sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni. Mestu munar um hálfan milljarð til viðhalds flugvalla innanlands. Ríkisstjórnin lagði til aukin framlög til nokkurra málaflokka upp á rúma 2,1 milljarð á fjárlögum næsta árs eins og greint var frá í vikunni, aðallega til heilbrigðis- og menntamála. Fjárlaganefnd hefur undanfarna daga farið yfir fjárlagafrumvarpið og í dag skilaði meirihluti nefndarinnar inn tillögum sínum. „Stóru tíðindin eru þau að fjárlaganefnd fékk svigrúm. Við erum að auka í gjöldin upp á rúmlega einn og hálfan milljarð sem nefnd. Því það er jú okkar hlutverk að taka á móti sveitarfélögum og öðrum gestum á haustin og fram á vetur,“ segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar. Samanlagðar tillögur meirihluta fjárlaganefndar og ríkisstjórnar gera því ráð fyrir að útgjöld ríkisins á næsta ári verði aukin um hátt í fjóra milljarða umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Lítið sem ekkert fjármagn hefur fengist til rekstrar og viðhalds flugvalla innanlands á undanförnum árum, m.a. til stækkunar flughlaðs á Akureyrarflugvelli. En nú verður breyting þar á því Isavia fær ríflega það sem beðið er um í fjárlögum næsta árs. „Og ber þar hæst að við ætlum að leggja pening í það að fara í stórkostlegar endurbætur á flugvöllum úti á landi. Við leggjum til 170 milljón króna hærra framlag til Vegagerðarinnar,“ segir Vigdís. Um 500 milljónir fara til viðhalds flugvalla og 300 milljónir til ljósleiðaravæðingar landsbyggðarinnar. Þá verða framlög til rannsókna á ferðamannastöðum aukin um 60 milljónir, Bændaskólans á Hvanneyri um 55 milljónir, Kvikmyndasjóðs um 50 milljónir, sem og framlög til hjúkrunarheimila og kirkjunnar. Framlög til hafnarinnar í Þorlákshöfn og Háskólans á Hólum aukast 40 milljónir, háskólans á Akureyri um 30 milljónir, til skattrannsókna um 26 milljónir og Miðstöð foreldra og barna, Íslenska óperan og fangelsin á Sogni og Litla hrauni fá aukin framlög upp á 20 milljónir króna hver. Gangið þið eitthvað á þann afgang sem lagt var upp með? „Nei. Hann minnkaði örlítið afgangurinn hjá okkur. En við einmitt vorum með það markmið í fjárlagavinnunni að það yrði ekki gengið á þennan afgang. Það er ákveðið „signal“ sem við erum að senda að eyðslan fari ekki með fjárlögin í mínus,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira