Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi horfir út fyrir landsteinana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson. vísir/andri
Það ríkir enn óvissa um það hvar Þórarinn Ingi Valdimarsson muni spila á næstu leiktíð.

„Ég hef áhuga á því að komast aftur út," sagði miðjumaðurinn hjá ÍBV en hann lék um tíma með Sarpsborg í Noregi.

Tímabilið í norska boltanum var að klárast um helgina og Þórarinn bíður nú eftir því hvort eitthvað gerist í hans málum.

Hann hefur verið sterklega orðaður við ýmis lið í Pepsi-deildinni.

„Ég er samningsbundinn ÍBV út næsta tímabil þannig að ég hef ekki verið að ræða við nein íslensk félög. Ég má það ekki einu sinni," segir Þórarinn Ingi en hvað með allar sögusagnirnar?

„Ég hef metnað fyrir því að spila á toppnum. Nú er kominn nýr þjálfari til Eyja og liðið segist ætla að styrkja sig. Það er auðvitað alltaf ánægjulegt ef önnur lið hafa áhuga á manni en ég er ekki að fara í annað íslenskt lið eins og staðan er í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×