Starfsmenn Hamborgarabúllunnar reyndu að slökkva eldinn þegar hann breiddist út en það gekk ekki. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og fjölmargir fylgdust með starfi slökkviliðsmanna.
Vinna slökkviliðsins gekk vel og verið er að skoða efri hæðir og þak hússins. Samkvæmt slökkviliðinu er ekki að sjá eld þar. Störfum slökkviliðsins er að ljúka og bílar að tínast aftur á slökkvistöðvar.



