Innlent

Gísla ekki fórnað

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísar því á bug að Gísla Frey Valdórssyni hafi verið fórnað til að tryggja pólitíska hagsmuni og koma í veg fyrir að hún bæri vitni í lekamálinu. 

Menn spyrja sig um tímasetninguna. Það lá fyrir að þú áttir að mæta fyrir dóm í dag til að bera vitni í lekamálinu. Var Gísla fórnað til þess að koma í veg fyrir það?

„Það er svo fjarri lagi. Ég ítreka það sem hefur ítrekað komið fram hjá honum og hjá mér, ég vissi ekki af málinu. Hann sagði mér frá því hér í gær og það var auðvitað tilfinningastund fyrir hann og mjög erfitt fyrir okkur öll. Ég auðvitað upplifi það sem mikinn trúnaðarbrest gagnvart mér og ákveðin svik af manni sem ég treysti. En það hafði ekkert að gera með þá annað en það að hann gat ekki lengur staðið frammi fyrir því að halda áfram að segja ósatt eins og hann hafði gert í svo langan tíma,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×