Lífið

Hlustaðu á lagið: Ný útgáfa af Do They Know It's Christmas?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bob Geldof, forsprakki Band Aid hópsins, og Harry Styles, forsprakki One Directon.
Bob Geldof, forsprakki Band Aid hópsins, og Harry Styles, forsprakki One Directon. vísir/afp
Mörg stærstu nöfn bresks tónlistariðnaðar komu saman í London til að taka upp nýja útgáfu af laginu Do They Know It's Christmas? Peningur af sölu lagsins mun renna til styrktar þeirra sem eiga um sárt að binda sökum ebólu.

Hópurinn nú kallast Band Aid 30 en þrjátíu ár eru frá því að lagið kom fyrst út þá til styrktar fórnarlamba hungursneyðar í Eþíópíu. Meðal þeirra sem tóku þátt þá má nefna Bono, Phil Collins, Simon LeBon, Sting og George Michael. Lagið seldist í meir en tveimru milljónum eintaka og safnaði um 25 milljónum Bandaríkjadala.

Textanum við lagið hefur verið breytt í samræmi við nýtt málefni sem verið er að styrkja. Lagið var spilað í fyrsta sinn í sjónvarpsþættinum X-Factor í Bretlandi nú í kvöld. Það kemur svo í sölu í fyrramálið en enginn virðisaukaskattur mun vera lagður á útgáfuna.

„Ég var mjög ánægður með þá. Þeir fóru vel með lagið," sagði forsprakki hópsins, Bob Geldof, um framlag drengjanna í One Direction en þeir syngja upphafslínur lagsins. „Þetta eru erfiðar línur því allir þekkja þær og þykir vænt um línunar. Þeir stóðu sig eins og hetjur."

Meðal annara listamanna sem koma að laginu má nefna Chris Martin, Ed Sheeran, Ellie Goulding, Disclosure, Sinead O'Connor, Sam Smith, Bono og Bastille.

Þetta er ekki fyrsta endurútgáfa lagsins en það var einnig gert árið 2004. Þá tóku þátt m.a. Bono, Chris Martin, Thom Yorke, Dizze Rascal, Katie Melua og Natasha Bedingfield.

Heyra má nýja útgáfu sem og eldri útgáfur hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.