Innlent

Tvö dæmd fyrir frelsissviptingu í Hafnarfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Brotið átti sér stað í Hafnarfirði í sumar.
Brotið átti sér stað í Hafnarfirði í sumar. Vísir/Hari
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi og konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa svipt manni frelsi sínu. Karlmaðurinn var að auki dæmdur fyrir líkamsárás.

Í dómnum kemur fram þau hafi í félagið við þrjá aðra bundið mann á höndum og haldið honum nauðugum í íbúð í Hafnarfirði í júlímánuði síðastliðinn. Ákærði og óþekktur aðili veittust að manninum með ofbeldi, „kýlt hann með krepptum hnefa í andlit og líkama, allt með þeim afleiðingum að [hann] hlaut tvö tannbrot, heilahristing, glóðarauga á vinstra auga, sprungna vör og hruflanir á öxlum og bringu.“

Samkvæmt sakavottorði ákærða á hann nokkuð langan sakaferil að baki frá árinu 2009, meðal annars fyrir líkamsárás, þjófnað og frelsissviptingu. Samkvæmt sakavottorði á ákærða einnig nokkurn sakaferil að baki frá árinu 2004 vegna umferðarlagabrota, brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni og hegningarlagabrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×