Hörpugestir krefjast þess að samið verði strax Bjarki Ármannsson skrifar 18. nóvember 2014 19:48 Fjölmennur samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum var haldinn í Norðurljósasal Hörpu í dag. Í ályktun sem fundargestir samþykktu er þess krafist að sveitarfélögin semji strax um betri kjör tónlistarkennara, svo þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa. Verkfall Félags tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í mánuð. Næsti fundur í samningaviðræðum hefur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ályktunin sem samþykkt var á fundinum er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Sú mikla gróska sem einkennt hefur tónlistarlíf hér á landi undanfarna áratugi er ekki sjálfsprottin heldur á hún rætur í því metnaðarfulla starfi sem fram fer daglega í tónlistarskólum landsins. Starfi tónlistarskóla er nú stefnt í hættu af kjörnum fulltrúum sem á annan áratug hafa setið aðgerðarlausir á meðan kjör tónlistarkennara hafa smám saman dregist aftur úr kjörum sambærilegra hópa.Nú fara tónlistarkennarar fram með þá sanngjörnu kröfu að störf þeirra verði metin til jafns á við aðra kennara og að laun þeirra verði leiðrétt. Þeirri kröfu hefur fram að þessu verið svarað með skeytingarleysi og hrópandi þögn þrátt fyrir að tónlistarkennarar hafi nú verið í verkfalli í fjórar vikur og nám tónlistarnemenda beðið mikinn skaða.Sveitarstjórnarmenn stæra sig á tyllidögum af blómlegu menningarlífi. En með hverjum deginum sem líður án þess að samið sé við tónlistarkennara sést að orð þeirra eru innantóm.Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verið strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa. Tengdar fréttir Áfram fundað með tónlistarkennurum á morgun Viðræður þokast í rétta átt, að mati formanns samninganefndar ríkisins. 18. nóvember 2014 17:25 Í beinni: Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum fram fer í Hörpu klukkan fimm í dag. 18. nóvember 2014 16:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Fjölmennur samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum var haldinn í Norðurljósasal Hörpu í dag. Í ályktun sem fundargestir samþykktu er þess krafist að sveitarfélögin semji strax um betri kjör tónlistarkennara, svo þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa. Verkfall Félags tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í mánuð. Næsti fundur í samningaviðræðum hefur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ályktunin sem samþykkt var á fundinum er birt hér fyrir neðan í heild sinni.Sú mikla gróska sem einkennt hefur tónlistarlíf hér á landi undanfarna áratugi er ekki sjálfsprottin heldur á hún rætur í því metnaðarfulla starfi sem fram fer daglega í tónlistarskólum landsins. Starfi tónlistarskóla er nú stefnt í hættu af kjörnum fulltrúum sem á annan áratug hafa setið aðgerðarlausir á meðan kjör tónlistarkennara hafa smám saman dregist aftur úr kjörum sambærilegra hópa.Nú fara tónlistarkennarar fram með þá sanngjörnu kröfu að störf þeirra verði metin til jafns á við aðra kennara og að laun þeirra verði leiðrétt. Þeirri kröfu hefur fram að þessu verið svarað með skeytingarleysi og hrópandi þögn þrátt fyrir að tónlistarkennarar hafi nú verið í verkfalli í fjórar vikur og nám tónlistarnemenda beðið mikinn skaða.Sveitarstjórnarmenn stæra sig á tyllidögum af blómlegu menningarlífi. En með hverjum deginum sem líður án þess að samið sé við tónlistarkennara sést að orð þeirra eru innantóm.Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verið strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.
Tengdar fréttir Áfram fundað með tónlistarkennurum á morgun Viðræður þokast í rétta átt, að mati formanns samninganefndar ríkisins. 18. nóvember 2014 17:25 Í beinni: Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum fram fer í Hörpu klukkan fimm í dag. 18. nóvember 2014 16:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Áfram fundað með tónlistarkennurum á morgun Viðræður þokast í rétta átt, að mati formanns samninganefndar ríkisins. 18. nóvember 2014 17:25
Í beinni: Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum Samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum fram fer í Hörpu klukkan fimm í dag. 18. nóvember 2014 16:30