Haldið inni í skólum vegna gasmengunar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:09 Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira