Stál í stál í læknadeilu og lítið fundað Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:11 Hvorki gengur né rekur í deilu lækna við ríkið en tugum skurðaðgerða var frestað á Landsspítalanum í dag. Þá var aðeins veitt neyðarþjónusta á geðdeild spítalans þar sem 31 af fimmtíu geðlæknum lögðu niður störf í dag. Engin þjónusta hefur verið á göngudeild geðdeildar Landsspítalans í dag og sömu sögu er að segja af skurðstofunum þar sem eingöngu hefur verið sinnt bráðatilfellum. Það hefur augljóslega slæm áhrif á tugi geðsjúklinga sem ekki hafa fengið þjónustu á göngudeild í dag og það var tómlegt um að litast á einum skurðstofuganganna á Landsspítalnum þar sem alla jafna eru gerðar um sextíu aðgerðir á dag. „Frá því aðgerðir hófust í síðast liðinni viku hefur 170 aðgerðum verið frestað. Ef þessar þrjár verkfallslotur verða, áætlum við að það verði að fresta um 700 skurðaðgerðum,“ segir Alma Möller læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landsspítalanum. Þetta séu alls kyns aðgerðir, bæklunaraðgerðir, augnaðgerðir, almennar skurðaðgerðir og hjartaaðgerðir. „Og að sjálfsögðu sinnum við bráðatilfellum. Þannig að hér eru gerðar um 15 til 20 aðgerðir á dag þrátt fyrir verkfall. Það eru allt sjúklingar sem þola ekki bið,“ segir Alma. Augljóst sé að þetta hafi í för með sér óþægindi fyrir sjúklinga sem til að mynda þjáist af verkjum. Ekkert er hins vegar að gerast við samningaborðið. Skurðlæknar eru ekki boðaðir til samningafundar með ríkinu fyrr en á miðvikudag en læknar mæta til ríkissáttasemjara í fyrramálið. Með hverjum degi í aðgerðum lengist í biðlistum sem flókið verður að vinna úr. Þið læknar sverjið Hippocratesar eiðinn þegar þið takið ykkar próf o.s.f.v. Svona persónulega, hvernig heldur þú að læknum líði með því að þurfa að standa í þessum aðgerðum? „Ég held að öllum læknum þyki afleitt að þurfa að standa í þessum aðgerðum og mér finnst það hafa komið mjög skýrt fram hjá formönnum þeirra félaga sem eru í verkföllum,“ segir Alma Möller og ítrekar að hún og starfsfólk Landsspítalans óski þess að það leysist úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í deilu lækna við ríkið en tugum skurðaðgerða var frestað á Landsspítalanum í dag. Þá var aðeins veitt neyðarþjónusta á geðdeild spítalans þar sem 31 af fimmtíu geðlæknum lögðu niður störf í dag. Engin þjónusta hefur verið á göngudeild geðdeildar Landsspítalans í dag og sömu sögu er að segja af skurðstofunum þar sem eingöngu hefur verið sinnt bráðatilfellum. Það hefur augljóslega slæm áhrif á tugi geðsjúklinga sem ekki hafa fengið þjónustu á göngudeild í dag og það var tómlegt um að litast á einum skurðstofuganganna á Landsspítalnum þar sem alla jafna eru gerðar um sextíu aðgerðir á dag. „Frá því aðgerðir hófust í síðast liðinni viku hefur 170 aðgerðum verið frestað. Ef þessar þrjár verkfallslotur verða, áætlum við að það verði að fresta um 700 skurðaðgerðum,“ segir Alma Möller læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landsspítalanum. Þetta séu alls kyns aðgerðir, bæklunaraðgerðir, augnaðgerðir, almennar skurðaðgerðir og hjartaaðgerðir. „Og að sjálfsögðu sinnum við bráðatilfellum. Þannig að hér eru gerðar um 15 til 20 aðgerðir á dag þrátt fyrir verkfall. Það eru allt sjúklingar sem þola ekki bið,“ segir Alma. Augljóst sé að þetta hafi í för með sér óþægindi fyrir sjúklinga sem til að mynda þjáist af verkjum. Ekkert er hins vegar að gerast við samningaborðið. Skurðlæknar eru ekki boðaðir til samningafundar með ríkinu fyrr en á miðvikudag en læknar mæta til ríkissáttasemjara í fyrramálið. Með hverjum degi í aðgerðum lengist í biðlistum sem flókið verður að vinna úr. Þið læknar sverjið Hippocratesar eiðinn þegar þið takið ykkar próf o.s.f.v. Svona persónulega, hvernig heldur þú að læknum líði með því að þurfa að standa í þessum aðgerðum? „Ég held að öllum læknum þyki afleitt að þurfa að standa í þessum aðgerðum og mér finnst það hafa komið mjög skýrt fram hjá formönnum þeirra félaga sem eru í verkföllum,“ segir Alma Möller og ítrekar að hún og starfsfólk Landsspítalans óski þess að það leysist úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira