Innlent

Telur líklegt að áfengisneysla muni aukast

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verði frumvarp Vilhjálms Árnasonar að lögum verður sala áfengis gefin frjáls á Íslandi.
Verði frumvarp Vilhjálms Árnasonar að lögum verður sala áfengis gefin frjáls á Íslandi. Vísir/Getty
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar lýsir yfir áhyggjum af mögulegum afleiðingum þess ef einkasala áfengis verður aflögð á Íslandi, eins og lagt er til í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar sem nú er í meðförum þingsins.

Í bréfi sem skrifstofan sendi Landlæknisembættinu, og fylgir með umsögn landlæknis um frumvarpið, kemur fram að áfengisneysla muni að öllum líkindum aukast, einkum meðal ungs fólks, viðkvæmra hópa og þeirra sem drekka mikið.

Í umsögn sinni leggur landlæknir áherslu á að samræmi sé í löggjöf frá Alþingi og bendir á stefnu stjórnvalda varðandi lýðheilsu. Til að mynda sé eitt af markmiðum heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 að draga úr áfengisneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×