Skilur vel flótta unga fólksins eftir heimsókn til Köben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 10:45 Valgeir Skagfjörð líkir ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. Vísir/Pjetur „Jæja barasta. Er ekki komið nóg?“ spyr leikarinn Valgeir Skagfjörð í pistli sem hann ritar í kjölfar heimsóknar til dóttur sinnar og barnabarna í Kaupmannahöfn liðna helgi. Þar hefur dóttir hans alið manninn undanfarin tvö og hálft ár, bæði numið og starfað. Nýlega steig hún stórt skref, fór úr leiguíbúð og keypti sér sína eigin í næsta nágrenni til þess að lækka greiðslubyrðina um tæplega átta þúsund danskar krónur á mánuði eða jafnvirði 165 þúsund króna. Valgeir deilir með landsmönnum hvernig gengið var frá fjármögnun íbúðarinnar. 1. Hún fær lán sem er sambærilegt við íbúðalánasjóðslán sem ber 1% vexti. 2. Bankinn (Lån og Spar) ætlar að lána henni það sem upp á vantar upp á tæplega 4% vexti. Það sem hún þarf að gera er að sýna fram á að hún hafi nægar tekjur til að standa undir afborgunum. Enginn í ábyrgð nema hún sjálf. (Standi hún ekki skilum, þá missir hún íbúðina. Punktur.) Valgeir segir að í kjölfarið gerist eftirfarandi: a: Hún sér lánið sitt lækka í hvert sinn sem hún borgar af því. b: Hún eignast hlut í íbúðinni smátt og smátt og einn daginn, áður en hún verður gömul, þá stendur hún eftir með skuldlausa eign. c. Á meðan hún heldur vinnunnni og þeim launum sem hún hefur, þá tekst henni að lifa mannsæmandi lífi á því sem útaf stendur þegar hún er búin að greiða sín gjöld. d: Hún þarf ekki að greiða fyrir barnið sitt á leikskólanum. e. Hún þarf ekki að taka upp veski þegar hún fer til læknis. f: Hún verslar í matinn fyrir umtalsvert lægra hlutfall af launum sínum. g: Þegar unglingurinn hennar kemst í háskólanám, þá getur hann fengið námsstyrk á meðan hann er í skólanum. M.ö.o. Hann fær greitt fyrir að vera í skóla. Það er upplifun Valgeirs að á Íslandi sé fólk hrakið út á leigumarkað til að halda áfram að greiða húsaleigu upp á 150 þúsund krónur á mánuði af því það stenst ekki greiðslumat upp á 120 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Þegar láglaunamaður sé búinn að greiða sín gjöld sé hann jafnvel í mínus um hver mánaðarmót. „Lánin hans hækka eftir því borgað er af þeim - þökk sé hinni dásamlegu verðtryggingu sem síðan eru reiknaðir vextir ofan á. Hér hækka stöðugt komugjöld á heilbrigðisstofnanir og öll opinber þjónusta hækkar í verði. Matarverð er með því hæsta í Evrópu. Samt sjáum við auðmenn og konur raka til sín milljörðum á meðan alþýða manna hefur vart til hnífs og skeiðar,“ segir Valgeir. Bendir hann á að þeir sem verst séu settir séu gjarnan of stoltir til að harma hlutskipti sitt opinberlega. Valgeir segir útlitið ekki gott fyrir unga fólkið í landinu. Margir sjái því ekki framtíð hér á landi og hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Líkir hann ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. „Og það sorglegasta í þessu öllu saman er að stjórnmálaelítan, embættismannastéttin, auðmennirnir og sægreifarnar eru í bullandi afneitun og spinna hér vefnað í klæði keisarans sem aldrei fyrr. Ég segi nú bara jæja - hve lengi ætla Íslendingar að sýna langlundargeð?“ Veltir Valgeir fyrir sér hvort margir iðrist ekki að hafa kostið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn yfir sig í andvaraleysi, í von um leiðréttingu sem átt hafi að færa fólki nýja trú á stjórnmálastétina og koma á sáttum milli þings og þjóðar. Átt hafi að taka á verðtryggingunni, lækka álögur, leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja auk almennra úrbóta almenningi til hagsbóta. „En - nei - það er komið annað hljóð í strokkinn. Og eins og venjulega, þá er talað til almennings eins og hann sé óaldarlýður af verstu sort. Þeir sem mæta á Austurvöll eru ekki þjóðin og svo er gert lítið úr öllu saman - jafnvel þótt þetta sama fólk hafi komið frambjóðendum í valdastólanna,“ segir Valgeir. Minnir hann á að almenningur virðist alltaf nógu góður þegar stjórnmálamenn eru í atkvæðaleit. Þegar menn eru komnir til valda komist ekkert annað að en að halda þeim og verja með kjafti og klóm. „Það er það eina sem máli skiptir. Valdhrokinn verður grímulaus og menn svífast einskis í hagsmunagæslunni.“Pistil Valgeirs í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Jæja barasta. Er ekki komið nóg?“ spyr leikarinn Valgeir Skagfjörð í pistli sem hann ritar í kjölfar heimsóknar til dóttur sinnar og barnabarna í Kaupmannahöfn liðna helgi. Þar hefur dóttir hans alið manninn undanfarin tvö og hálft ár, bæði numið og starfað. Nýlega steig hún stórt skref, fór úr leiguíbúð og keypti sér sína eigin í næsta nágrenni til þess að lækka greiðslubyrðina um tæplega átta þúsund danskar krónur á mánuði eða jafnvirði 165 þúsund króna. Valgeir deilir með landsmönnum hvernig gengið var frá fjármögnun íbúðarinnar. 1. Hún fær lán sem er sambærilegt við íbúðalánasjóðslán sem ber 1% vexti. 2. Bankinn (Lån og Spar) ætlar að lána henni það sem upp á vantar upp á tæplega 4% vexti. Það sem hún þarf að gera er að sýna fram á að hún hafi nægar tekjur til að standa undir afborgunum. Enginn í ábyrgð nema hún sjálf. (Standi hún ekki skilum, þá missir hún íbúðina. Punktur.) Valgeir segir að í kjölfarið gerist eftirfarandi: a: Hún sér lánið sitt lækka í hvert sinn sem hún borgar af því. b: Hún eignast hlut í íbúðinni smátt og smátt og einn daginn, áður en hún verður gömul, þá stendur hún eftir með skuldlausa eign. c. Á meðan hún heldur vinnunnni og þeim launum sem hún hefur, þá tekst henni að lifa mannsæmandi lífi á því sem útaf stendur þegar hún er búin að greiða sín gjöld. d: Hún þarf ekki að greiða fyrir barnið sitt á leikskólanum. e. Hún þarf ekki að taka upp veski þegar hún fer til læknis. f: Hún verslar í matinn fyrir umtalsvert lægra hlutfall af launum sínum. g: Þegar unglingurinn hennar kemst í háskólanám, þá getur hann fengið námsstyrk á meðan hann er í skólanum. M.ö.o. Hann fær greitt fyrir að vera í skóla. Það er upplifun Valgeirs að á Íslandi sé fólk hrakið út á leigumarkað til að halda áfram að greiða húsaleigu upp á 150 þúsund krónur á mánuði af því það stenst ekki greiðslumat upp á 120 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Þegar láglaunamaður sé búinn að greiða sín gjöld sé hann jafnvel í mínus um hver mánaðarmót. „Lánin hans hækka eftir því borgað er af þeim - þökk sé hinni dásamlegu verðtryggingu sem síðan eru reiknaðir vextir ofan á. Hér hækka stöðugt komugjöld á heilbrigðisstofnanir og öll opinber þjónusta hækkar í verði. Matarverð er með því hæsta í Evrópu. Samt sjáum við auðmenn og konur raka til sín milljörðum á meðan alþýða manna hefur vart til hnífs og skeiðar,“ segir Valgeir. Bendir hann á að þeir sem verst séu settir séu gjarnan of stoltir til að harma hlutskipti sitt opinberlega. Valgeir segir útlitið ekki gott fyrir unga fólkið í landinu. Margir sjái því ekki framtíð hér á landi og hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Líkir hann ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. „Og það sorglegasta í þessu öllu saman er að stjórnmálaelítan, embættismannastéttin, auðmennirnir og sægreifarnar eru í bullandi afneitun og spinna hér vefnað í klæði keisarans sem aldrei fyrr. Ég segi nú bara jæja - hve lengi ætla Íslendingar að sýna langlundargeð?“ Veltir Valgeir fyrir sér hvort margir iðrist ekki að hafa kostið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn yfir sig í andvaraleysi, í von um leiðréttingu sem átt hafi að færa fólki nýja trú á stjórnmálastétina og koma á sáttum milli þings og þjóðar. Átt hafi að taka á verðtryggingunni, lækka álögur, leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja auk almennra úrbóta almenningi til hagsbóta. „En - nei - það er komið annað hljóð í strokkinn. Og eins og venjulega, þá er talað til almennings eins og hann sé óaldarlýður af verstu sort. Þeir sem mæta á Austurvöll eru ekki þjóðin og svo er gert lítið úr öllu saman - jafnvel þótt þetta sama fólk hafi komið frambjóðendum í valdastólanna,“ segir Valgeir. Minnir hann á að almenningur virðist alltaf nógu góður þegar stjórnmálamenn eru í atkvæðaleit. Þegar menn eru komnir til valda komist ekkert annað að en að halda þeim og verja með kjafti og klóm. „Það er það eina sem máli skiptir. Valdhrokinn verður grímulaus og menn svífast einskis í hagsmunagæslunni.“Pistil Valgeirs í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira