Þrettán ára einhverfur drengur heldur tónleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:50 Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins gefa vinnu sína. Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47