Þrettán ára einhverfur drengur heldur tónleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:50 Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins gefa vinnu sína. Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47