Innlent

Hálka og hvassviðri

Gissur Sigurðsson skrifar
Víða er hálka og þegar við bætist hvassviðri liggur fyrir að aðstæður allar eru viðsjárverðar.
Víða er hálka og þegar við bætist hvassviðri liggur fyrir að aðstæður allar eru viðsjárverðar.
Búast má við erfiðum akstursskilyrðum um norðanvert landið í dag og einnig um vestanvert landið  framan af degi, að sögn Veðurstofunnar.

Þeir sem huga á ferðalög á milli landshluta ættu að fylgjast vel með veðurspá og færð, segir í skeyti Veðurstofunnar. Hálka eða hálkublettir eru víða um land og eru Vegagerðarmenn að kanna færðina nánar.

Nú er óveður á Kjalarnesi, við Akrafjall, undir Hafnarfjalli og á Mosfellsheiði. Eru vegfarendur varðaðir við sterkum vindhviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×