Innlent

Nestismótmælin skiluðu árangri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Huginn segir að fáir hafi verslað við veitingasöluna í dag.
Huginn segir að fáir hafi verslað við veitingasöluna í dag. Vísir
„Það er erfitt að mæla hversu margir tóku þátt en það mættu fáir í veitingasöluna í dag,“ segir Huginn Ragnarsson, upplýsingafulltrúi Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Boðað hafði verið til mótmæla í skólanum í dag vegna verðlagningar og þjónustu í Málinu, veitingasölu skólans.

Allt ætlaði um koll að keyra á Facebook í gær eftir að nemandi við skólann setti inn stöðuuppfærslu þar sem hann kvartaði undan þjónustunni í veitingasölunni. Í kjölfarið lýstu margir upplifun sinni í athugasemdum við færsluna og svo var boðað til mótmælanna. Síðan þá hafa hjólin farið að snúast.

„Þeir eru búnir að vera í sambandi við okkur og það stendu til að fara á fund með þeim núna á næstu dögum, örugglega fyrir mánudag, og reyna að bæat það sem við settum út á, þá helst verðlagið og þjónustuna,“ segir Huginn. „Við sjáum fram á að það verði vonandi eitthvað gott sem komi út úr því.“

Huginn segir að nestismótmælin hafi skilað tilætluðum árangri. „Já það virðist vera. Skólinn tók vel í þetta og nemendur stóðu saman,“ segir hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×